Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 09:20 Landsréttur. Vísir/Hanna Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira