Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 13:11 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi. Vegagerðin Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að krafa Crist S.A. um viðbótargreiðslu sé ekki í samræmi við áður gerða samninga og hafi henni því verið hafnað. Vegagerðin hafi boðið stöðinni að ljúka greiðslum samkvæmt samningi og fá skipið afhent en vísa ágreiningi um greiðslurnar til þriðja aðila. Þá kemur fram að smíði á nýjum Herjólfi sé nánast lokið en þó eigi eftir að klára minniháttar lagfæringar og prófanir á skipinu. Auk þess eigi Samgöngustofa eftir að ljúka skoðun sinni á fleyinu og staðfesta að gefa megi út haffærnisskírteini. Gera megi ráð fyrir að þessum verkum ljúki öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.Leita ráðgjafar sérfræðinga Vegagerðin leitaði til erlendra sérfræðinga varðandi viðbrögð við kröfu stöðvarinnar um viðbótargreiðslu og var ákvörðun tekin um að hafna kröfunni þar sem hún eigi sér ekki stoð í samningi aðilanna. Lagði Vegagerðin til að ferjan yrði afhent í næstu viku gegn því að lokagreiðsla yrði innt af hendi í samræmi við samning, auk þess sem samþykkt aukaverk yrðu gerð upp. Kröfu stöðvarinnar yrði þá vísað til þriðja aðila til úrlausnar. Stöðin hefur ekki fallist á þessa tillögu heldur stendur föst á kröfu sinni um greiðslu umfram samning og samþykkt aukaverk. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að líklegast sé að málið skýrist nánar í næstu viku en þangað til ríki áfram óvissa um hvenær nýr Herjólfur verði afhentur. Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20 Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að krafa Crist S.A. um viðbótargreiðslu sé ekki í samræmi við áður gerða samninga og hafi henni því verið hafnað. Vegagerðin hafi boðið stöðinni að ljúka greiðslum samkvæmt samningi og fá skipið afhent en vísa ágreiningi um greiðslurnar til þriðja aðila. Þá kemur fram að smíði á nýjum Herjólfi sé nánast lokið en þó eigi eftir að klára minniháttar lagfæringar og prófanir á skipinu. Auk þess eigi Samgöngustofa eftir að ljúka skoðun sinni á fleyinu og staðfesta að gefa megi út haffærnisskírteini. Gera megi ráð fyrir að þessum verkum ljúki öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.Leita ráðgjafar sérfræðinga Vegagerðin leitaði til erlendra sérfræðinga varðandi viðbrögð við kröfu stöðvarinnar um viðbótargreiðslu og var ákvörðun tekin um að hafna kröfunni þar sem hún eigi sér ekki stoð í samningi aðilanna. Lagði Vegagerðin til að ferjan yrði afhent í næstu viku gegn því að lokagreiðsla yrði innt af hendi í samræmi við samning, auk þess sem samþykkt aukaverk yrðu gerð upp. Kröfu stöðvarinnar yrði þá vísað til þriðja aðila til úrlausnar. Stöðin hefur ekki fallist á þessa tillögu heldur stendur föst á kröfu sinni um greiðslu umfram samning og samþykkt aukaverk. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að líklegast sé að málið skýrist nánar í næstu viku en þangað til ríki áfram óvissa um hvenær nýr Herjólfur verði afhentur.
Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20 Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50
Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20
Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15