Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Banksy-myndin prýddi skrifstofu Jóns Gnarr í Ráðhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41
Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08