Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Banksy-myndin prýddi skrifstofu Jóns Gnarr í Ráðhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
„Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41
Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08