Líf eftir WOW Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2019 07:00 WOW air fór í gjaldþrot í gær. Niðurstaðan verður að teljast nokkuð fyrirsjáanleg miðað við vendingar síðustu vikna. Auðvitað var vitað að við ramman reip væri að draga. Jafnvel þótt skuldabréfaeigendur hafi breytt kröfum sínum í hlutafé, lá fyrir að nýtt fé þyrfti til að tryggja framtíð félagsins. Ólíklegt var að einhver fengist til að taka þá áhættu á þeim skamma tíma sem var til stefnu. Bandaríski sjóðurinn Indigo var sá eini sem virtist hafa haft tíma til að skoða bókhald WOW, og því í aðstöðu til að bregðast hratt við. Þegar ljóst var að Indigo væri ekki lengur við borðið, vísuðu sólarmerkin öll í sömu átt. Nú berast fregnir af því að flugvélaleigusalar WOW hafi stöðvað starfsemina að endingu. Varla er hægt að álasa þeim fyrir það, enda vanskil félagsins mikil og saga þeirra orðin nokkuð löng. Hins vegar verður að segjast að stjórnvöld koma ekki sérlega vel út. Svo virðist sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á málinu sem þó snerti á ráðherrum fjármála, ferðamála og samgöngumála. Sama er að segja um Samgöngustofu sem leyfði WOW að halda flugrekstrarleyfi þótt allar vísbendingar væru um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði. Í marga mánuði hefur því verið haldið fram að stjórnvöld séu tilbúin með viðbragðsáætlun ef allt færi á versta veg hjá WOW air. Fyrstu viðbrögð eftir tíðindin sem vöktu okkur í gærmorgun voru þau að áætlunin hefði verið virkjuð, og að nánari upplýsingar kæmu síðar. Svo virðist sem áætlunin felist einkum í því að koma strandaglópum á leiðarenda. Miðað við tilkynninguna á vef WOW virðast stjórnvöld ekki einu sinni hafa haft samráð við flugfélagið um hvernig tilkynning um rekstrarlok skyldi líta út. Eðlilegt er að spyrja í hverju vöktunin og vinnan alla þessa mánuði hafi falist. En hvað sem þeim vangaveltum líður er staðreyndin sú að WOW air hefur flogið sitt síðasta flug. Hjá félaginu störfuðu ríflega þúsund manns sem nú eru í erfiðri stöðu. Til lengri tíma ætti þó hagkerfið að ná jafnvægi. Ísland er enn áhugaverður áfangastaður fyrir ferðafólk, og reynslan, til dæmis af gjaldþroti Air Berlin, sýnir að markaðurinn mun sjá um að anna eftirspurn eftir flugferðum til landsins. Gleymum því ekki að Ísland er um margt í öfundsverðri stöðu. Ríkissjóður er hóflega skuldsettur og hér eru undirstöður allar góðar. Vonandi taka deiluaðilar á vinnumarkaði nú ábyrga afstöðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin, og ná saman skjótt og örugglega. Þá væru tvö stærstu óvissumálin í íslensku efnahagslífi frá, og hægt að líta fram á veginn. Það er nefnilega líf eftir WOW. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir WOW Air Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
WOW air fór í gjaldþrot í gær. Niðurstaðan verður að teljast nokkuð fyrirsjáanleg miðað við vendingar síðustu vikna. Auðvitað var vitað að við ramman reip væri að draga. Jafnvel þótt skuldabréfaeigendur hafi breytt kröfum sínum í hlutafé, lá fyrir að nýtt fé þyrfti til að tryggja framtíð félagsins. Ólíklegt var að einhver fengist til að taka þá áhættu á þeim skamma tíma sem var til stefnu. Bandaríski sjóðurinn Indigo var sá eini sem virtist hafa haft tíma til að skoða bókhald WOW, og því í aðstöðu til að bregðast hratt við. Þegar ljóst var að Indigo væri ekki lengur við borðið, vísuðu sólarmerkin öll í sömu átt. Nú berast fregnir af því að flugvélaleigusalar WOW hafi stöðvað starfsemina að endingu. Varla er hægt að álasa þeim fyrir það, enda vanskil félagsins mikil og saga þeirra orðin nokkuð löng. Hins vegar verður að segjast að stjórnvöld koma ekki sérlega vel út. Svo virðist sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á málinu sem þó snerti á ráðherrum fjármála, ferðamála og samgöngumála. Sama er að segja um Samgöngustofu sem leyfði WOW að halda flugrekstrarleyfi þótt allar vísbendingar væru um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði. Í marga mánuði hefur því verið haldið fram að stjórnvöld séu tilbúin með viðbragðsáætlun ef allt færi á versta veg hjá WOW air. Fyrstu viðbrögð eftir tíðindin sem vöktu okkur í gærmorgun voru þau að áætlunin hefði verið virkjuð, og að nánari upplýsingar kæmu síðar. Svo virðist sem áætlunin felist einkum í því að koma strandaglópum á leiðarenda. Miðað við tilkynninguna á vef WOW virðast stjórnvöld ekki einu sinni hafa haft samráð við flugfélagið um hvernig tilkynning um rekstrarlok skyldi líta út. Eðlilegt er að spyrja í hverju vöktunin og vinnan alla þessa mánuði hafi falist. En hvað sem þeim vangaveltum líður er staðreyndin sú að WOW air hefur flogið sitt síðasta flug. Hjá félaginu störfuðu ríflega þúsund manns sem nú eru í erfiðri stöðu. Til lengri tíma ætti þó hagkerfið að ná jafnvægi. Ísland er enn áhugaverður áfangastaður fyrir ferðafólk, og reynslan, til dæmis af gjaldþroti Air Berlin, sýnir að markaðurinn mun sjá um að anna eftirspurn eftir flugferðum til landsins. Gleymum því ekki að Ísland er um margt í öfundsverðri stöðu. Ríkissjóður er hóflega skuldsettur og hér eru undirstöður allar góðar. Vonandi taka deiluaðilar á vinnumarkaði nú ábyrga afstöðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin, og ná saman skjótt og örugglega. Þá væru tvö stærstu óvissumálin í íslensku efnahagslífi frá, og hægt að líta fram á veginn. Það er nefnilega líf eftir WOW.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar