Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 13:48 Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sínar skömmu eftir slysið í Eþíópíu fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Rannsakendur í Eþíópíu segja að sama sjálfstýringarkerfið og er talið hafa átt þátt í hrapi flugvélar á Indónesíu hafi farið sjálfkrafa í gang rétt áður en Boeing-farþegaþota Ethiopian Airlines fórst fyrr í þessum mánuði. Wall Street Journal segir frá bráðbirgðaniðurstöðum flugslysarannsakandenna og fullyrði að þær hafi verið afhentar bandarískum flugmálayfirvöldum í gær. Fulltrúar Boeing segja að fyrirtækið ætli ekki að tjá sig á meðan rannsókn er enn í gangi. Hluti af sjálfstýringarbúnaði Boeing 737-Max-flugvélanna sem á að varna gegn ofrisi er sagður hafa farið sjálfkrafa í gang rétt áður en eþíópíska vélin fórst. Það er sami búnaður og er talinn hafa átt í því að sams konar vél Lion Air fórst á Indónesíu í haust. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur. Í slysinu á Indónesíu er talið að hugbúnaðurinn hafi bilað. Sjálfstýringin hafi beint trjónu flugvélarinnar niður á við oftar en tuttugu sinnum áður en hún hrapaði loks í hafið. Allir farþegarnir 189 auk áhafnar fórust. Boeing hefur sagst hafa endurhannað hugbúnaðinn þannig að vörnin gegn ofrisi fari ekki í gang fái búnaðurinn misvísandi gögn frá skynjurum á flugvélinni. Það sé þó ekki viðurkenning á að hugbúnaðurinn hafi valdið slysunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sína í kjölfar slyssins í Eþíópíu. Greint hefur verið frá því að Boeing hafi selt mæla sem hefðu getað gefið flugmönnum vélunum upplýsingar um að eitthvað bjátaði á sem aukabúnað í vélum sínum dýrum dómum. Þeir hafi því ekki verið til staðar í indónesísku vélinni. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Rannsakendur í Eþíópíu segja að sama sjálfstýringarkerfið og er talið hafa átt þátt í hrapi flugvélar á Indónesíu hafi farið sjálfkrafa í gang rétt áður en Boeing-farþegaþota Ethiopian Airlines fórst fyrr í þessum mánuði. Wall Street Journal segir frá bráðbirgðaniðurstöðum flugslysarannsakandenna og fullyrði að þær hafi verið afhentar bandarískum flugmálayfirvöldum í gær. Fulltrúar Boeing segja að fyrirtækið ætli ekki að tjá sig á meðan rannsókn er enn í gangi. Hluti af sjálfstýringarbúnaði Boeing 737-Max-flugvélanna sem á að varna gegn ofrisi er sagður hafa farið sjálfkrafa í gang rétt áður en eþíópíska vélin fórst. Það er sami búnaður og er talinn hafa átt í því að sams konar vél Lion Air fórst á Indónesíu í haust. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur. Í slysinu á Indónesíu er talið að hugbúnaðurinn hafi bilað. Sjálfstýringin hafi beint trjónu flugvélarinnar niður á við oftar en tuttugu sinnum áður en hún hrapaði loks í hafið. Allir farþegarnir 189 auk áhafnar fórust. Boeing hefur sagst hafa endurhannað hugbúnaðinn þannig að vörnin gegn ofrisi fari ekki í gang fái búnaðurinn misvísandi gögn frá skynjurum á flugvélinni. Það sé þó ekki viðurkenning á að hugbúnaðurinn hafi valdið slysunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sína í kjölfar slyssins í Eþíópíu. Greint hefur verið frá því að Boeing hafi selt mæla sem hefðu getað gefið flugmönnum vélunum upplýsingar um að eitthvað bjátaði á sem aukabúnað í vélum sínum dýrum dómum. Þeir hafi því ekki verið til staðar í indónesísku vélinni.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15