Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 06:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á fimmtudaginn. Á síðasta fundi fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um bankann í Samherjamálinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans í málinu. Það er í raun með ólíkindum að bankinn hafi haldið áfram með málið eftir að ítrekað var búið að benda á að það væri ekki lagastoð fyrir þeim refsingum sem bankinn lagði á,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Fréttablaðið. Umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu Seðlabankans í máli Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í síðustu viku. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund nefndarinnar á fimmtudaginn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í svari til Fréttablaðsins að hún líti málið alvarlegum augum. Ljóst sé að stjórnsýsla bankans var ekki fullnægjandi. Ráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum frá Seðlabankanum bæði varðandi umbætur á stjórnsýslu og samskipti bankans við fjölmiðla.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Þorsteinn segir að það megi ætla að lögfræðikostnaður Samherja sé ærinn. „Það er ekki á allra færi að standa uppi í hárinu á bankanum með þessum hætti. Þarna hefur augljóslega margt farið úrskeiðis og það er lykilatriði að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Þorsteinn segir að hann sé ekki búinn að kynna sér nákvæmlega lagalegu hliðina, en hann hafi kynnt sér efnislegu hliðina vel þegar málið kom upp. „Þá spurði ég mig að því hvað það væri í málinu sem bankinn er að eltast við. Ég gat ekki áttað mig á hver glæpurinn var og ég hlakka satt best að segja til að heyra útskýringar bankans.“ Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir vandamálið tvíþætt. Annars vegar sé algjörlega ótækt að Seðlabankinn sinni „reglusetningar-, eftirlits- og böðulshlutverki“ þegar kemur að misnotkun peningakerfisins. „Hins vegar sýnir þetta mál að í grunninn er enginn raunhæfur farvegur til staðar til að hægt sé að virkilega ganga á eftir fjármálamisferli af þessari tegund,“ segir Smári. „Það er ágætur skilningur í Seðlabankanum á því hvað nákvæmlega gerðist og hver nákvæmlega græddi á því, en það er engin leið til að leiða málið til lykta vegna þess að enn og aftur reynist kerfinu á Íslandi stillt upp til að verja auðvaldið.“ Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Viðreisn Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00 Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þetta er algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans í málinu. Það er í raun með ólíkindum að bankinn hafi haldið áfram með málið eftir að ítrekað var búið að benda á að það væri ekki lagastoð fyrir þeim refsingum sem bankinn lagði á,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Fréttablaðið. Umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu Seðlabankans í máli Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í síðustu viku. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund nefndarinnar á fimmtudaginn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í svari til Fréttablaðsins að hún líti málið alvarlegum augum. Ljóst sé að stjórnsýsla bankans var ekki fullnægjandi. Ráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum frá Seðlabankanum bæði varðandi umbætur á stjórnsýslu og samskipti bankans við fjölmiðla.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Þorsteinn segir að það megi ætla að lögfræðikostnaður Samherja sé ærinn. „Það er ekki á allra færi að standa uppi í hárinu á bankanum með þessum hætti. Þarna hefur augljóslega margt farið úrskeiðis og það er lykilatriði að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Þorsteinn segir að hann sé ekki búinn að kynna sér nákvæmlega lagalegu hliðina, en hann hafi kynnt sér efnislegu hliðina vel þegar málið kom upp. „Þá spurði ég mig að því hvað það væri í málinu sem bankinn er að eltast við. Ég gat ekki áttað mig á hver glæpurinn var og ég hlakka satt best að segja til að heyra útskýringar bankans.“ Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir vandamálið tvíþætt. Annars vegar sé algjörlega ótækt að Seðlabankinn sinni „reglusetningar-, eftirlits- og böðulshlutverki“ þegar kemur að misnotkun peningakerfisins. „Hins vegar sýnir þetta mál að í grunninn er enginn raunhæfur farvegur til staðar til að hægt sé að virkilega ganga á eftir fjármálamisferli af þessari tegund,“ segir Smári. „Það er ágætur skilningur í Seðlabankanum á því hvað nákvæmlega gerðist og hver nákvæmlega græddi á því, en það er engin leið til að leiða málið til lykta vegna þess að enn og aftur reynist kerfinu á Íslandi stillt upp til að verja auðvaldið.“
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Viðreisn Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00 Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44
Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00
Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00
Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15