Norðmaður og fjórir Svíar fórust í flugslysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2019 08:23 Karoline Aadland var 28 ára og starfaði hjá norska Rauða krossinum. Einn Norðmaður og fjórir Svíar voru á meðal þeirra 157 sem fórust í flugslysinu sem varð í Eþíópíu um helgina. Ríkisborgarar frá yfir þrjátíu löndum voru um borð í vélinni en staðfest hefur verið að enginn komst lífs af úr slysinu. Flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, var á leið frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí þegar hún hrapaði skömmu eftir flugtak á sunnudagsmorgun. Norðmaðurinn sem fórst hét Karoline Aadland, 28 ára starfsmaður Rauða krossins í Noregi. Rauði krossinn staðfesti í gær í yfirlýsingu að Aadland væri saknað og sagði jafnframt að fjölskylda hennar hefði verið látin vita.Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að Aadland hafi verið á leið frá Kenía til Búrúndí á vegum Rauða krossins, þar sem hún starfaði í fjármáladeild. Hún hafði starfað við ýmis mannúðarmál á ferlinum, til að mynda fyrir Rauða krossinn og hjálparsamtökin Unicef. Þá hafði hún komið víða við vegna vinnu sinnar og náms, m.a. í Frakklandi, Kenía, Suður-Afríku og Malaví, en hún útskrifaðist úr viðskiptaháskólanum í Bergen í fyrra. Þá hefur verið staðfest að fjórir sænskir ríkisborgarar voru um borð í vélinni en þeir hafa enn ekki verið nafngreindir. Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar kom á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda hinna látnu í yfirlýsingu í gær. Eþíópía Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí. 10. mars 2019 14:45 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Einn Norðmaður og fjórir Svíar voru á meðal þeirra 157 sem fórust í flugslysinu sem varð í Eþíópíu um helgina. Ríkisborgarar frá yfir þrjátíu löndum voru um borð í vélinni en staðfest hefur verið að enginn komst lífs af úr slysinu. Flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, var á leið frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí þegar hún hrapaði skömmu eftir flugtak á sunnudagsmorgun. Norðmaðurinn sem fórst hét Karoline Aadland, 28 ára starfsmaður Rauða krossins í Noregi. Rauði krossinn staðfesti í gær í yfirlýsingu að Aadland væri saknað og sagði jafnframt að fjölskylda hennar hefði verið látin vita.Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að Aadland hafi verið á leið frá Kenía til Búrúndí á vegum Rauða krossins, þar sem hún starfaði í fjármáladeild. Hún hafði starfað við ýmis mannúðarmál á ferlinum, til að mynda fyrir Rauða krossinn og hjálparsamtökin Unicef. Þá hafði hún komið víða við vegna vinnu sinnar og náms, m.a. í Frakklandi, Kenía, Suður-Afríku og Malaví, en hún útskrifaðist úr viðskiptaháskólanum í Bergen í fyrra. Þá hefur verið staðfest að fjórir sænskir ríkisborgarar voru um borð í vélinni en þeir hafa enn ekki verið nafngreindir. Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar kom á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda hinna látnu í yfirlýsingu í gær.
Eþíópía Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí. 10. mars 2019 14:45 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41
Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí. 10. mars 2019 14:45
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila