Framkvæmdastjóri ákærður fyrir niðurrif á Exeter-húsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2019 15:49 Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. Jónas Már Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Mannverks, er ákærður fyrir að hafa látið rífa í heild sinni og til grunna svonefnd Exeter-hús sem stóð við Tryggvagötu 12 í Reykjavík. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs en Jónas Már er sakaður um að hafa látið rífa það án leyfis Minjastofnunar Íslands og án þess að fyrir lægi byggingarleyfi sem heimilaði niðurrif hússins í heild. Jónas Már var umsjónarmaður við niðurrif mannvirkja á sameinaðri lóð númer 14 við Tryggvagötu sem húsið taldist hluti af. Mannverk var verktaki við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Brotin teljast varða við lög um menningarminjar annars vegar og lög um mannvirki hins vegar. Brotin á fyrri lögunum varða 2. málsgrein 29. greinar laganna þar sem segir að óheimilt sé að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Brotin varða sektum úr ríkissjóði. Brotin á lögum um mannvirki snúa að 58. grein laganna þar sem segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa. Brotin varða fangelsi allt að tveimur árum. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. Jónas Már Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Mannverks, er ákærður fyrir að hafa látið rífa í heild sinni og til grunna svonefnd Exeter-hús sem stóð við Tryggvagötu 12 í Reykjavík. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs en Jónas Már er sakaður um að hafa látið rífa það án leyfis Minjastofnunar Íslands og án þess að fyrir lægi byggingarleyfi sem heimilaði niðurrif hússins í heild. Jónas Már var umsjónarmaður við niðurrif mannvirkja á sameinaðri lóð númer 14 við Tryggvagötu sem húsið taldist hluti af. Mannverk var verktaki við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Brotin teljast varða við lög um menningarminjar annars vegar og lög um mannvirki hins vegar. Brotin á fyrri lögunum varða 2. málsgrein 29. greinar laganna þar sem segir að óheimilt sé að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Brotin varða sektum úr ríkissjóði. Brotin á lögum um mannvirki snúa að 58. grein laganna þar sem segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa. Brotin varða fangelsi allt að tveimur árum. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36
Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00
Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14
Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17