Mennirnir voru vel búnir til fjallaferða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2019 11:45 Aðstæður á vettvangi í nótt Landsbjörg Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12