Mennirnir voru vel búnir til fjallaferða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2019 11:45 Aðstæður á vettvangi í nótt Landsbjörg Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12