Martin ráðinn yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2019 14:51 Martin Ingi var í Rúanda í febrúar þar sem hann var hluti af teymi sjálfboðaliðasamtakanna Team Heart sem framkvæmdu hjartaaðgerðir á sextán ungum einstaklingum. Fréttablaðið/GVA Martin Ingi Sigurðsson hefur verið ráðinn í starf prófessors og yfirlæknis í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskóla Íslands og aðgerðarsvið Landspítala frá 1. mars 2019. Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands. Starfið er samhliða starf á Landspítala og við Háskóla Íslands. Auk þess að sinna rannsóknum mun Martin Ingi leiða kennslu læknanema og sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum og vinna að þróun klínískrar þjónustu svæfinga- og gjörgæslulækninga innan aðgerðasviðs í samvinnu við aðrar fagstéttir.Martin Ingi SigurðssonMartin Ingi lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Samhliða læknanámi lagði hann stund á doktorsnám í erfðafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk með doktorsvörn árið 2011. Að loknu starfi sem deildarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala árið 2011-2012 hélt hann til Boston í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði sérnám í svæfingalækningum við Brigham and Women’s sjúkrahúsið, eitt kennslusjúkrahúsa Harvard háskólans í Boston. Að loknu því sérnámi árið 2016 hélt Martin Ingi til Durham í Norður-Karolínu þar sem hann bætti við sig sérnámi í svæfingum fyrir hjarta-og lungnaskurðaðgerðir og einnig í gjörgæslulækningum við Duke háskólasjúkrahúsið árin 2016-2018. Hann hefur lokið bandarísku sérfræðiprófunum í svæfingalækningum, hjartaómskoðunum fyrir hjartaskurðaðgerðir og í gjörgæslulækningum. Að sérnámi loknu hóf Martin Ingi störf sem sérfræðilæknir við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala sumarið 2018. Samhliða því hefur hann starfað sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands að verkefnum tengdum rannsóknartengdu framhaldsnámi. Samhliða námi og klínískum störfum hefur Martin Ingi verið afkastamikill vísindamaður, einkum á sviði erfðafræði hjartasjúkdóma og rannsókna á árangri ýmissa skurðaðgerða og afdrifum gjörgæslusjúklinga. Hann hefur komið að leiðbeiningu fjölda nemenda á BS-, meistara- og doktorsstigi. Eftir hann liggja um 70 fræðigreinar með um 1.400 tilvitnanir, þar af 28 sem fyrsti eða síðasti höfundur. Martin Ingi hefur haldið áfram rannsóknum í tengslum við vísindamenn á Harvard og Duke háskólunum auk innlendra verkefna í samstarfi við fjölda vísindamanna á Landspítala. Martin Ingi er giftur Önnu Björnsdóttur taugalækni og eiga þau soninn Björn.Martin Ingi tók þátt í sextán hjartaaðgerðum í Rúanda í febrúar þar sem hann var hluti af sjálfboðaliðasamtökunum Team Heart. Heilbrigðismál Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Martin Ingi Sigurðsson hefur verið ráðinn í starf prófessors og yfirlæknis í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskóla Íslands og aðgerðarsvið Landspítala frá 1. mars 2019. Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands. Starfið er samhliða starf á Landspítala og við Háskóla Íslands. Auk þess að sinna rannsóknum mun Martin Ingi leiða kennslu læknanema og sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum og vinna að þróun klínískrar þjónustu svæfinga- og gjörgæslulækninga innan aðgerðasviðs í samvinnu við aðrar fagstéttir.Martin Ingi SigurðssonMartin Ingi lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Samhliða læknanámi lagði hann stund á doktorsnám í erfðafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk með doktorsvörn árið 2011. Að loknu starfi sem deildarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala árið 2011-2012 hélt hann til Boston í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði sérnám í svæfingalækningum við Brigham and Women’s sjúkrahúsið, eitt kennslusjúkrahúsa Harvard háskólans í Boston. Að loknu því sérnámi árið 2016 hélt Martin Ingi til Durham í Norður-Karolínu þar sem hann bætti við sig sérnámi í svæfingum fyrir hjarta-og lungnaskurðaðgerðir og einnig í gjörgæslulækningum við Duke háskólasjúkrahúsið árin 2016-2018. Hann hefur lokið bandarísku sérfræðiprófunum í svæfingalækningum, hjartaómskoðunum fyrir hjartaskurðaðgerðir og í gjörgæslulækningum. Að sérnámi loknu hóf Martin Ingi störf sem sérfræðilæknir við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala sumarið 2018. Samhliða því hefur hann starfað sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands að verkefnum tengdum rannsóknartengdu framhaldsnámi. Samhliða námi og klínískum störfum hefur Martin Ingi verið afkastamikill vísindamaður, einkum á sviði erfðafræði hjartasjúkdóma og rannsókna á árangri ýmissa skurðaðgerða og afdrifum gjörgæslusjúklinga. Hann hefur komið að leiðbeiningu fjölda nemenda á BS-, meistara- og doktorsstigi. Eftir hann liggja um 70 fræðigreinar með um 1.400 tilvitnanir, þar af 28 sem fyrsti eða síðasti höfundur. Martin Ingi hefur haldið áfram rannsóknum í tengslum við vísindamenn á Harvard og Duke háskólunum auk innlendra verkefna í samstarfi við fjölda vísindamanna á Landspítala. Martin Ingi er giftur Önnu Björnsdóttur taugalækni og eiga þau soninn Björn.Martin Ingi tók þátt í sextán hjartaaðgerðum í Rúanda í febrúar þar sem hann var hluti af sjálfboðaliðasamtökunum Team Heart.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent