Bíður eftir viðbrögðum forsætisráðherra: „Það er gott símasamband við útlönd“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 17:04 Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. „Ég er að bíða eftir viðbrögðum forsætisráðherra. Hún hlýtur að fara að tjá sig fljótlega. Við getum ekki beðið bara af því hún er í útlöndum. Það er gott símasamband við útlönd. Þetta er bara þess háttar mál að það verður að bregðast við. Hvað með alla einstaklingana sem eiga mál í þessum dómi? Hvað með alla einstaklingana sem búið er að dæma?“ spyr Helga Vala sem var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Helga Vala segir að það myndi óneitanlega vekja athygli ef Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nyti áfram stuðnings frá meirihlutanum. „Það að enginn stjórnarliði hafi látið ná í sig frá því Birgir Ármannsson [þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins] tjáði sig örlítið í morgun, og mér skilst að hann sé hættur að láta ná í sig núna, […] sýnir að það er augljóst að það hriktir mjög í þessum stoðum,“ segir Helga Vala um ríkisstjórnarsamstarfið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Segir málið miklu stærra en starf dómsmálaráðherra Helga Vala segir að í húfi sé svo miklu meira en starf Sigríðar Andersen. „Nú snýst þetta auðvitað ekki um Sigríði Á Andersen sem persónu og hvað hún ætlar að starfa við á morgun. Þetta snýst um það að landsréttur sem er mjög svo mikilvægt millidómstig sem okkur tókst loksins að koma á laggirnar er óstarfhæft. Það hefur verið felld niður öll dagskrá þar út vikuna á meðan fundið er út úr því hvernig þetta dómstig eigi að starfa áfram eftir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun.“ Hún segir að niðurstaða MDE sé svo langt yfir alla flokkspólitík hafin að þingmenn verði að láta flokkspólitíkina til hliðar og átta sig á alvarleika málsins. „Staðan er sú að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hafi ekki verið í samræmi við lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu sem snýr að sjálfstæðum dómstólum og réttlátri málsmeðferð og þá erum við að tala um alla þá dóma og úrskurði sem hafa fallið í Landsrétti frá 1. janúar 2018 þannig að við erum að tala um síðustu 14 mánuði.“ Réttaróvissa framundan og fjölmörgum spurningum ósvarað Aðspurð hvort skipa þurfi í dóminn á nýjan leik svarar Helga Vala því til að sumir lögspekingar telji að slíkt sé nauðsynlegt. „Í rauninni segja lögin að við víkjum ekki dómurum nema með dómi. Dómarar eru skipaðir ótímabundið og þú getur ekki vikið dómurum til hliðar nema ef þeir missa hæfi sitt – það er að segja ef þeir verða gjaldþrota eða gerast brotlegir við lög – að þá er hægt að víkja þeim úr embætti en svo er auðvitað spurningin sem allir spyrja sig núna, bíddu ef skipan þeirra var ekki í samræmi við lög, er hún þá gild? Þarf að fara í fimmtán dómsmál til að víkja þeim úr embætti? Þetta eru bara þessar risastóru spurningar sem núna eru uppi.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. „Ég er að bíða eftir viðbrögðum forsætisráðherra. Hún hlýtur að fara að tjá sig fljótlega. Við getum ekki beðið bara af því hún er í útlöndum. Það er gott símasamband við útlönd. Þetta er bara þess háttar mál að það verður að bregðast við. Hvað með alla einstaklingana sem eiga mál í þessum dómi? Hvað með alla einstaklingana sem búið er að dæma?“ spyr Helga Vala sem var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Helga Vala segir að það myndi óneitanlega vekja athygli ef Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nyti áfram stuðnings frá meirihlutanum. „Það að enginn stjórnarliði hafi látið ná í sig frá því Birgir Ármannsson [þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins] tjáði sig örlítið í morgun, og mér skilst að hann sé hættur að láta ná í sig núna, […] sýnir að það er augljóst að það hriktir mjög í þessum stoðum,“ segir Helga Vala um ríkisstjórnarsamstarfið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Segir málið miklu stærra en starf dómsmálaráðherra Helga Vala segir að í húfi sé svo miklu meira en starf Sigríðar Andersen. „Nú snýst þetta auðvitað ekki um Sigríði Á Andersen sem persónu og hvað hún ætlar að starfa við á morgun. Þetta snýst um það að landsréttur sem er mjög svo mikilvægt millidómstig sem okkur tókst loksins að koma á laggirnar er óstarfhæft. Það hefur verið felld niður öll dagskrá þar út vikuna á meðan fundið er út úr því hvernig þetta dómstig eigi að starfa áfram eftir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun.“ Hún segir að niðurstaða MDE sé svo langt yfir alla flokkspólitík hafin að þingmenn verði að láta flokkspólitíkina til hliðar og átta sig á alvarleika málsins. „Staðan er sú að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hafi ekki verið í samræmi við lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu sem snýr að sjálfstæðum dómstólum og réttlátri málsmeðferð og þá erum við að tala um alla þá dóma og úrskurði sem hafa fallið í Landsrétti frá 1. janúar 2018 þannig að við erum að tala um síðustu 14 mánuði.“ Réttaróvissa framundan og fjölmörgum spurningum ósvarað Aðspurð hvort skipa þurfi í dóminn á nýjan leik svarar Helga Vala því til að sumir lögspekingar telji að slíkt sé nauðsynlegt. „Í rauninni segja lögin að við víkjum ekki dómurum nema með dómi. Dómarar eru skipaðir ótímabundið og þú getur ekki vikið dómurum til hliðar nema ef þeir missa hæfi sitt – það er að segja ef þeir verða gjaldþrota eða gerast brotlegir við lög – að þá er hægt að víkja þeim úr embætti en svo er auðvitað spurningin sem allir spyrja sig núna, bíddu ef skipan þeirra var ekki í samræmi við lög, er hún þá gild? Þarf að fara í fimmtán dómsmál til að víkja þeim úr embætti? Þetta eru bara þessar risastóru spurningar sem núna eru uppi.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59
Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23