Minnihlutinn og margfeldiskosning Friðrik Friðriksson skrifar 13. mars 2019 12:15 Í mörgum félögum eru haldnir aðalfundir þessar vikurnar og á dagskrá eru stjórnir kjörnar til að fara með málefni félaganna næsta árið. Greinarmunur er gerður á vissum sviðum á milli kosninga í hlutafélögum og í einkahlutafélögum. Í þeim síðarnefndu eru gjarnan færri hluthafar og lægra heildarhlutafé. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum alþingismaður, var frumkvöðull og eldhugi, um það bera verk hans vitni. Sem þingmaður var hann óþreytandi við að ýta undir þátttöku almennings í eignarhaldi í fyrirtækjum sem byggju um leið við trausta lagaumgjörð og líkur væru á að verðmætasköpun yrði í þeim. Hann sá tækifærin við almenningshlutafélögin sem síðar hafa orðið drifkraftur atvinnulífsins. Frá áttunda til tíunda áratug síðustu aldar kom Eykon að margs konar lagasetningu á Alþingi sem miðaði að því að auka skilvirkni í umgjörð hlutafélaga og um leið var gætt að hagsmunum einstakra hluthafa, sem var alltaf ofarlega í huga. Ýmsir aðrir komu auðvitað við sögu, sem við getum kallað framfarasögu í fyrirtækjaumhverfinu, þótt nafn Eykons beri ávallt hátt. Oft er rætt um að við Íslendingar innleiðum nánast sjálfkrafa flest úr löggjöf nágranna okkar en einnig ráða alþjóðlegir samningar þó för og þá sérstaklega EES-samningurinn. En einnig sú staðreynd að óþarfi er að finna upp hjólið í öllum málaflokkum, framfaraskref í einu landi gagnast okkur einnig. Svo bregður við að þegar kemur að kosningu í stjórn hlutafélags er íslenska löggjöfin einstök og til fyrirmyndar. Í stuttu máli þá virðist gilda sú meginregla í flestum löndum að stjórn í hlutafélagi er oftast kjörin með meirihlutakosningu. Sé kosið um fimm manna stjórn til að mynda þá getur hver hluthafi nýtt sitt atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal um. Þetta kosningaform getur leitt af sér þá niðurstöðu að einfaldur meirihluti hluthafa á hluthafafundi kjósi alla stjórnarmennina, þótt þeir hafi ekki vægi til þess miðað við atkvæðafjölda. Með þessu móti getur meirihlutinn nánast ráðið flestu og minnihlutinn nýtur ekki eðlilegs vægis við kosningu stjórnar. Það sem aðgreinir Ísland frá nágrannalöndum okkar er að í íslenskri löggjöf er að finna reglur um að tiltekið hlutfall hluthafa geti krafist þess að beita skuli öðrum kosningaaðferðum en meirihlutakosningu við stjórnarkjör. Margfeldiskosning í hlutafélögum (eða hlutfallskosning) tryggir hins vegar rétt minnihlutans. Munurinn er þessi: Hver hluthafi getur aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, ekki aftur og aftur. Virknin er sú með einföldu dæmi að sé frambjóðandi í fimm manna stjórn með stuðning hluthafa sem hafa yfir að ráða um 17% hlutafjárins þá mun hann örugglega vinna stjórnarsæti (hlutfallið sem þarf fer m.a. eftir mætingu á fundinn). Þannig hefur minnihlutanum tekist að fá áhrif í samræmi við styrk sinn sem í meirihlutakosningum gerist ekki. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af þessari réttarbót þar sem engum öðrum Norðurlandaþjóðum hefur auðnast að fylgja okkur svo vitað sé. Megintilgangur var að tryggja rétt minnihlutans til áhrifa. Að lokum má nefna að það gilda aðeins mismunandi reglur á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Á hluthafafundum í hlutafélögum má beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu en á hluthafafundum í einkahlutafélögum má einungis beita meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu. Í báðum félagaformum er meirihlutakosning meginreglan nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosningar. Þá gilda reglur um tímafresti fyrir fund svo og lágmarkshlutfall hluthafa sem geta óskað eftir kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í mörgum félögum eru haldnir aðalfundir þessar vikurnar og á dagskrá eru stjórnir kjörnar til að fara með málefni félaganna næsta árið. Greinarmunur er gerður á vissum sviðum á milli kosninga í hlutafélögum og í einkahlutafélögum. Í þeim síðarnefndu eru gjarnan færri hluthafar og lægra heildarhlutafé. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum alþingismaður, var frumkvöðull og eldhugi, um það bera verk hans vitni. Sem þingmaður var hann óþreytandi við að ýta undir þátttöku almennings í eignarhaldi í fyrirtækjum sem byggju um leið við trausta lagaumgjörð og líkur væru á að verðmætasköpun yrði í þeim. Hann sá tækifærin við almenningshlutafélögin sem síðar hafa orðið drifkraftur atvinnulífsins. Frá áttunda til tíunda áratug síðustu aldar kom Eykon að margs konar lagasetningu á Alþingi sem miðaði að því að auka skilvirkni í umgjörð hlutafélaga og um leið var gætt að hagsmunum einstakra hluthafa, sem var alltaf ofarlega í huga. Ýmsir aðrir komu auðvitað við sögu, sem við getum kallað framfarasögu í fyrirtækjaumhverfinu, þótt nafn Eykons beri ávallt hátt. Oft er rætt um að við Íslendingar innleiðum nánast sjálfkrafa flest úr löggjöf nágranna okkar en einnig ráða alþjóðlegir samningar þó för og þá sérstaklega EES-samningurinn. En einnig sú staðreynd að óþarfi er að finna upp hjólið í öllum málaflokkum, framfaraskref í einu landi gagnast okkur einnig. Svo bregður við að þegar kemur að kosningu í stjórn hlutafélags er íslenska löggjöfin einstök og til fyrirmyndar. Í stuttu máli þá virðist gilda sú meginregla í flestum löndum að stjórn í hlutafélagi er oftast kjörin með meirihlutakosningu. Sé kosið um fimm manna stjórn til að mynda þá getur hver hluthafi nýtt sitt atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal um. Þetta kosningaform getur leitt af sér þá niðurstöðu að einfaldur meirihluti hluthafa á hluthafafundi kjósi alla stjórnarmennina, þótt þeir hafi ekki vægi til þess miðað við atkvæðafjölda. Með þessu móti getur meirihlutinn nánast ráðið flestu og minnihlutinn nýtur ekki eðlilegs vægis við kosningu stjórnar. Það sem aðgreinir Ísland frá nágrannalöndum okkar er að í íslenskri löggjöf er að finna reglur um að tiltekið hlutfall hluthafa geti krafist þess að beita skuli öðrum kosningaaðferðum en meirihlutakosningu við stjórnarkjör. Margfeldiskosning í hlutafélögum (eða hlutfallskosning) tryggir hins vegar rétt minnihlutans. Munurinn er þessi: Hver hluthafi getur aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, ekki aftur og aftur. Virknin er sú með einföldu dæmi að sé frambjóðandi í fimm manna stjórn með stuðning hluthafa sem hafa yfir að ráða um 17% hlutafjárins þá mun hann örugglega vinna stjórnarsæti (hlutfallið sem þarf fer m.a. eftir mætingu á fundinn). Þannig hefur minnihlutanum tekist að fá áhrif í samræmi við styrk sinn sem í meirihlutakosningum gerist ekki. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af þessari réttarbót þar sem engum öðrum Norðurlandaþjóðum hefur auðnast að fylgja okkur svo vitað sé. Megintilgangur var að tryggja rétt minnihlutans til áhrifa. Að lokum má nefna að það gilda aðeins mismunandi reglur á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Á hluthafafundum í hlutafélögum má beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu en á hluthafafundum í einkahlutafélögum má einungis beita meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu. Í báðum félagaformum er meirihlutakosning meginreglan nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosningar. Þá gilda reglur um tímafresti fyrir fund svo og lágmarkshlutfall hluthafa sem geta óskað eftir kosningu.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar