Minnihlutinn og margfeldiskosning Friðrik Friðriksson skrifar 13. mars 2019 12:15 Í mörgum félögum eru haldnir aðalfundir þessar vikurnar og á dagskrá eru stjórnir kjörnar til að fara með málefni félaganna næsta árið. Greinarmunur er gerður á vissum sviðum á milli kosninga í hlutafélögum og í einkahlutafélögum. Í þeim síðarnefndu eru gjarnan færri hluthafar og lægra heildarhlutafé. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum alþingismaður, var frumkvöðull og eldhugi, um það bera verk hans vitni. Sem þingmaður var hann óþreytandi við að ýta undir þátttöku almennings í eignarhaldi í fyrirtækjum sem byggju um leið við trausta lagaumgjörð og líkur væru á að verðmætasköpun yrði í þeim. Hann sá tækifærin við almenningshlutafélögin sem síðar hafa orðið drifkraftur atvinnulífsins. Frá áttunda til tíunda áratug síðustu aldar kom Eykon að margs konar lagasetningu á Alþingi sem miðaði að því að auka skilvirkni í umgjörð hlutafélaga og um leið var gætt að hagsmunum einstakra hluthafa, sem var alltaf ofarlega í huga. Ýmsir aðrir komu auðvitað við sögu, sem við getum kallað framfarasögu í fyrirtækjaumhverfinu, þótt nafn Eykons beri ávallt hátt. Oft er rætt um að við Íslendingar innleiðum nánast sjálfkrafa flest úr löggjöf nágranna okkar en einnig ráða alþjóðlegir samningar þó för og þá sérstaklega EES-samningurinn. En einnig sú staðreynd að óþarfi er að finna upp hjólið í öllum málaflokkum, framfaraskref í einu landi gagnast okkur einnig. Svo bregður við að þegar kemur að kosningu í stjórn hlutafélags er íslenska löggjöfin einstök og til fyrirmyndar. Í stuttu máli þá virðist gilda sú meginregla í flestum löndum að stjórn í hlutafélagi er oftast kjörin með meirihlutakosningu. Sé kosið um fimm manna stjórn til að mynda þá getur hver hluthafi nýtt sitt atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal um. Þetta kosningaform getur leitt af sér þá niðurstöðu að einfaldur meirihluti hluthafa á hluthafafundi kjósi alla stjórnarmennina, þótt þeir hafi ekki vægi til þess miðað við atkvæðafjölda. Með þessu móti getur meirihlutinn nánast ráðið flestu og minnihlutinn nýtur ekki eðlilegs vægis við kosningu stjórnar. Það sem aðgreinir Ísland frá nágrannalöndum okkar er að í íslenskri löggjöf er að finna reglur um að tiltekið hlutfall hluthafa geti krafist þess að beita skuli öðrum kosningaaðferðum en meirihlutakosningu við stjórnarkjör. Margfeldiskosning í hlutafélögum (eða hlutfallskosning) tryggir hins vegar rétt minnihlutans. Munurinn er þessi: Hver hluthafi getur aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, ekki aftur og aftur. Virknin er sú með einföldu dæmi að sé frambjóðandi í fimm manna stjórn með stuðning hluthafa sem hafa yfir að ráða um 17% hlutafjárins þá mun hann örugglega vinna stjórnarsæti (hlutfallið sem þarf fer m.a. eftir mætingu á fundinn). Þannig hefur minnihlutanum tekist að fá áhrif í samræmi við styrk sinn sem í meirihlutakosningum gerist ekki. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af þessari réttarbót þar sem engum öðrum Norðurlandaþjóðum hefur auðnast að fylgja okkur svo vitað sé. Megintilgangur var að tryggja rétt minnihlutans til áhrifa. Að lokum má nefna að það gilda aðeins mismunandi reglur á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Á hluthafafundum í hlutafélögum má beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu en á hluthafafundum í einkahlutafélögum má einungis beita meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu. Í báðum félagaformum er meirihlutakosning meginreglan nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosningar. Þá gilda reglur um tímafresti fyrir fund svo og lágmarkshlutfall hluthafa sem geta óskað eftir kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í mörgum félögum eru haldnir aðalfundir þessar vikurnar og á dagskrá eru stjórnir kjörnar til að fara með málefni félaganna næsta árið. Greinarmunur er gerður á vissum sviðum á milli kosninga í hlutafélögum og í einkahlutafélögum. Í þeim síðarnefndu eru gjarnan færri hluthafar og lægra heildarhlutafé. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum alþingismaður, var frumkvöðull og eldhugi, um það bera verk hans vitni. Sem þingmaður var hann óþreytandi við að ýta undir þátttöku almennings í eignarhaldi í fyrirtækjum sem byggju um leið við trausta lagaumgjörð og líkur væru á að verðmætasköpun yrði í þeim. Hann sá tækifærin við almenningshlutafélögin sem síðar hafa orðið drifkraftur atvinnulífsins. Frá áttunda til tíunda áratug síðustu aldar kom Eykon að margs konar lagasetningu á Alþingi sem miðaði að því að auka skilvirkni í umgjörð hlutafélaga og um leið var gætt að hagsmunum einstakra hluthafa, sem var alltaf ofarlega í huga. Ýmsir aðrir komu auðvitað við sögu, sem við getum kallað framfarasögu í fyrirtækjaumhverfinu, þótt nafn Eykons beri ávallt hátt. Oft er rætt um að við Íslendingar innleiðum nánast sjálfkrafa flest úr löggjöf nágranna okkar en einnig ráða alþjóðlegir samningar þó för og þá sérstaklega EES-samningurinn. En einnig sú staðreynd að óþarfi er að finna upp hjólið í öllum málaflokkum, framfaraskref í einu landi gagnast okkur einnig. Svo bregður við að þegar kemur að kosningu í stjórn hlutafélags er íslenska löggjöfin einstök og til fyrirmyndar. Í stuttu máli þá virðist gilda sú meginregla í flestum löndum að stjórn í hlutafélagi er oftast kjörin með meirihlutakosningu. Sé kosið um fimm manna stjórn til að mynda þá getur hver hluthafi nýtt sitt atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal um. Þetta kosningaform getur leitt af sér þá niðurstöðu að einfaldur meirihluti hluthafa á hluthafafundi kjósi alla stjórnarmennina, þótt þeir hafi ekki vægi til þess miðað við atkvæðafjölda. Með þessu móti getur meirihlutinn nánast ráðið flestu og minnihlutinn nýtur ekki eðlilegs vægis við kosningu stjórnar. Það sem aðgreinir Ísland frá nágrannalöndum okkar er að í íslenskri löggjöf er að finna reglur um að tiltekið hlutfall hluthafa geti krafist þess að beita skuli öðrum kosningaaðferðum en meirihlutakosningu við stjórnarkjör. Margfeldiskosning í hlutafélögum (eða hlutfallskosning) tryggir hins vegar rétt minnihlutans. Munurinn er þessi: Hver hluthafi getur aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, ekki aftur og aftur. Virknin er sú með einföldu dæmi að sé frambjóðandi í fimm manna stjórn með stuðning hluthafa sem hafa yfir að ráða um 17% hlutafjárins þá mun hann örugglega vinna stjórnarsæti (hlutfallið sem þarf fer m.a. eftir mætingu á fundinn). Þannig hefur minnihlutanum tekist að fá áhrif í samræmi við styrk sinn sem í meirihlutakosningum gerist ekki. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af þessari réttarbót þar sem engum öðrum Norðurlandaþjóðum hefur auðnast að fylgja okkur svo vitað sé. Megintilgangur var að tryggja rétt minnihlutans til áhrifa. Að lokum má nefna að það gilda aðeins mismunandi reglur á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Á hluthafafundum í hlutafélögum má beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu en á hluthafafundum í einkahlutafélögum má einungis beita meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu. Í báðum félagaformum er meirihlutakosning meginreglan nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosningar. Þá gilda reglur um tímafresti fyrir fund svo og lágmarkshlutfall hluthafa sem geta óskað eftir kosningu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun