Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 16:18 Teikning af Manafort í dómsal. Vísir/AP Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28