Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 16:18 Teikning af Manafort í dómsal. Vísir/AP Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28