Á leið í annað húsnæði sem reyndist vafasamt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. mars 2019 07:15 Fossvogsskóla var lokað í gær fram á haust. Vísir/Sigtryggur Ari „Þau eru ennþá húsnæðislaus, blessuð börnin,“ segir Erna Björk Häsler, foreldri tveggja barna í Fossvogsskóla. Síðasti kennsludagurinn í bili var í Fossvogsskóla í gær. Skólastarfinu var hætt í kjölfar þess að skoðun verkfræðistofunnar Verkís leiddi í ljós umfangsmikla myglu í húsnæðinu. Reykjavíkurborg hefur sagst ætla að ráðast í endurbætur sem á að verða lokið áður en skólahald hefst haustið 2019. Í fyrradag var foreldrum barna í Fossvogsskóla sendur póstur um að búið væri að leysa húsnæðisvanda skólans út vorönnina. „Það er okkur sérstök ánægja að geta greint frá því að niðurstaða sé komin í húsnæðismál Fossvogsskóla út þetta skólaár,“ sagði í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar, sendu foreldrum. „Reykjavíkurborg mun leigja húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi. Þar er hentugt húsnæði sem Kópavogur nýtti sér þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Hægt er að koma fyrir kennslu allra árganga Fossvogsskóla í húsnæðinu og er það ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn,“ sagði í tölvupóstinum. En fljótt skipast veður í lofti. Í Réttarholtsskóla var fundur í gær með foreldrum í Fossvogsskóla. Á fjölmennum fundi með foreldrum í gær tilkynntu skólastjórnendur og fulltrúar borgarinnar að ekkert yrði af því að skólastarf hæfist í Fannborg 2 á mánudag. Við skoðun á húsnæðinu komu í ljós lekaskemmdir og ekki þótti boðlegt að senda börnin úr myglunni í Fossvogsskóla í slíkt óvissuhúsnæði. „Eru þessi tíðindi mikil vonbrigði. Eins og kom fram á fundinum verður haldið áfram að leita að heppilegu húsnæði fyrir skólastarfið og munum við senda foreldrum upplýsingar um framvindu málsins á morgun [í dag],“ segir í pósti Aðalheiðar skólastjóra sem sendur var foreldrum á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Fólk er í sjokki yfir að það hafi þurft foreldra til að flagga þessu; að það sé ekki löngu búið að gera eitthvað í þessu, vitandi að það væri leki,“ segir Erna aðspurð um stemninguna meðal foreldra. Hún vísar þar til þess að þurft hafi mikla eftirgangsmuni foreldra til að fá ítarlega úttekt á rakaskemmdum í Fossvogsskólanum. Kanna á ástandið í Fannborg og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en á mánudag. Erna hrósar skólayfirvöldum fyrir að hafa ekki farið þar inn að óathuguðu máli. „Það var aðallega nefnt húsnæði í Laugardal; meðal annars hjá KSÍ og Þróttarheimilið,“ segir hún um aðra möguleika sem nefndir voru á fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Þau eru ennþá húsnæðislaus, blessuð börnin,“ segir Erna Björk Häsler, foreldri tveggja barna í Fossvogsskóla. Síðasti kennsludagurinn í bili var í Fossvogsskóla í gær. Skólastarfinu var hætt í kjölfar þess að skoðun verkfræðistofunnar Verkís leiddi í ljós umfangsmikla myglu í húsnæðinu. Reykjavíkurborg hefur sagst ætla að ráðast í endurbætur sem á að verða lokið áður en skólahald hefst haustið 2019. Í fyrradag var foreldrum barna í Fossvogsskóla sendur póstur um að búið væri að leysa húsnæðisvanda skólans út vorönnina. „Það er okkur sérstök ánægja að geta greint frá því að niðurstaða sé komin í húsnæðismál Fossvogsskóla út þetta skólaár,“ sagði í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar, sendu foreldrum. „Reykjavíkurborg mun leigja húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi. Þar er hentugt húsnæði sem Kópavogur nýtti sér þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Hægt er að koma fyrir kennslu allra árganga Fossvogsskóla í húsnæðinu og er það ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn,“ sagði í tölvupóstinum. En fljótt skipast veður í lofti. Í Réttarholtsskóla var fundur í gær með foreldrum í Fossvogsskóla. Á fjölmennum fundi með foreldrum í gær tilkynntu skólastjórnendur og fulltrúar borgarinnar að ekkert yrði af því að skólastarf hæfist í Fannborg 2 á mánudag. Við skoðun á húsnæðinu komu í ljós lekaskemmdir og ekki þótti boðlegt að senda börnin úr myglunni í Fossvogsskóla í slíkt óvissuhúsnæði. „Eru þessi tíðindi mikil vonbrigði. Eins og kom fram á fundinum verður haldið áfram að leita að heppilegu húsnæði fyrir skólastarfið og munum við senda foreldrum upplýsingar um framvindu málsins á morgun [í dag],“ segir í pósti Aðalheiðar skólastjóra sem sendur var foreldrum á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Fólk er í sjokki yfir að það hafi þurft foreldra til að flagga þessu; að það sé ekki löngu búið að gera eitthvað í þessu, vitandi að það væri leki,“ segir Erna aðspurð um stemninguna meðal foreldra. Hún vísar þar til þess að þurft hafi mikla eftirgangsmuni foreldra til að fá ítarlega úttekt á rakaskemmdum í Fossvogsskólanum. Kanna á ástandið í Fannborg og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en á mánudag. Erna hrósar skólayfirvöldum fyrir að hafa ekki farið þar inn að óathuguðu máli. „Það var aðallega nefnt húsnæði í Laugardal; meðal annars hjá KSÍ og Þróttarheimilið,“ segir hún um aðra möguleika sem nefndir voru á fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06