Á leið í annað húsnæði sem reyndist vafasamt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. mars 2019 07:15 Fossvogsskóla var lokað í gær fram á haust. Vísir/Sigtryggur Ari „Þau eru ennþá húsnæðislaus, blessuð börnin,“ segir Erna Björk Häsler, foreldri tveggja barna í Fossvogsskóla. Síðasti kennsludagurinn í bili var í Fossvogsskóla í gær. Skólastarfinu var hætt í kjölfar þess að skoðun verkfræðistofunnar Verkís leiddi í ljós umfangsmikla myglu í húsnæðinu. Reykjavíkurborg hefur sagst ætla að ráðast í endurbætur sem á að verða lokið áður en skólahald hefst haustið 2019. Í fyrradag var foreldrum barna í Fossvogsskóla sendur póstur um að búið væri að leysa húsnæðisvanda skólans út vorönnina. „Það er okkur sérstök ánægja að geta greint frá því að niðurstaða sé komin í húsnæðismál Fossvogsskóla út þetta skólaár,“ sagði í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar, sendu foreldrum. „Reykjavíkurborg mun leigja húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi. Þar er hentugt húsnæði sem Kópavogur nýtti sér þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Hægt er að koma fyrir kennslu allra árganga Fossvogsskóla í húsnæðinu og er það ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn,“ sagði í tölvupóstinum. En fljótt skipast veður í lofti. Í Réttarholtsskóla var fundur í gær með foreldrum í Fossvogsskóla. Á fjölmennum fundi með foreldrum í gær tilkynntu skólastjórnendur og fulltrúar borgarinnar að ekkert yrði af því að skólastarf hæfist í Fannborg 2 á mánudag. Við skoðun á húsnæðinu komu í ljós lekaskemmdir og ekki þótti boðlegt að senda börnin úr myglunni í Fossvogsskóla í slíkt óvissuhúsnæði. „Eru þessi tíðindi mikil vonbrigði. Eins og kom fram á fundinum verður haldið áfram að leita að heppilegu húsnæði fyrir skólastarfið og munum við senda foreldrum upplýsingar um framvindu málsins á morgun [í dag],“ segir í pósti Aðalheiðar skólastjóra sem sendur var foreldrum á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Fólk er í sjokki yfir að það hafi þurft foreldra til að flagga þessu; að það sé ekki löngu búið að gera eitthvað í þessu, vitandi að það væri leki,“ segir Erna aðspurð um stemninguna meðal foreldra. Hún vísar þar til þess að þurft hafi mikla eftirgangsmuni foreldra til að fá ítarlega úttekt á rakaskemmdum í Fossvogsskólanum. Kanna á ástandið í Fannborg og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en á mánudag. Erna hrósar skólayfirvöldum fyrir að hafa ekki farið þar inn að óathuguðu máli. „Það var aðallega nefnt húsnæði í Laugardal; meðal annars hjá KSÍ og Þróttarheimilið,“ segir hún um aðra möguleika sem nefndir voru á fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Þau eru ennþá húsnæðislaus, blessuð börnin,“ segir Erna Björk Häsler, foreldri tveggja barna í Fossvogsskóla. Síðasti kennsludagurinn í bili var í Fossvogsskóla í gær. Skólastarfinu var hætt í kjölfar þess að skoðun verkfræðistofunnar Verkís leiddi í ljós umfangsmikla myglu í húsnæðinu. Reykjavíkurborg hefur sagst ætla að ráðast í endurbætur sem á að verða lokið áður en skólahald hefst haustið 2019. Í fyrradag var foreldrum barna í Fossvogsskóla sendur póstur um að búið væri að leysa húsnæðisvanda skólans út vorönnina. „Það er okkur sérstök ánægja að geta greint frá því að niðurstaða sé komin í húsnæðismál Fossvogsskóla út þetta skólaár,“ sagði í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar, sendu foreldrum. „Reykjavíkurborg mun leigja húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi. Þar er hentugt húsnæði sem Kópavogur nýtti sér þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Hægt er að koma fyrir kennslu allra árganga Fossvogsskóla í húsnæðinu og er það ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn,“ sagði í tölvupóstinum. En fljótt skipast veður í lofti. Í Réttarholtsskóla var fundur í gær með foreldrum í Fossvogsskóla. Á fjölmennum fundi með foreldrum í gær tilkynntu skólastjórnendur og fulltrúar borgarinnar að ekkert yrði af því að skólastarf hæfist í Fannborg 2 á mánudag. Við skoðun á húsnæðinu komu í ljós lekaskemmdir og ekki þótti boðlegt að senda börnin úr myglunni í Fossvogsskóla í slíkt óvissuhúsnæði. „Eru þessi tíðindi mikil vonbrigði. Eins og kom fram á fundinum verður haldið áfram að leita að heppilegu húsnæði fyrir skólastarfið og munum við senda foreldrum upplýsingar um framvindu málsins á morgun [í dag],“ segir í pósti Aðalheiðar skólastjóra sem sendur var foreldrum á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Fólk er í sjokki yfir að það hafi þurft foreldra til að flagga þessu; að það sé ekki löngu búið að gera eitthvað í þessu, vitandi að það væri leki,“ segir Erna aðspurð um stemninguna meðal foreldra. Hún vísar þar til þess að þurft hafi mikla eftirgangsmuni foreldra til að fá ítarlega úttekt á rakaskemmdum í Fossvogsskólanum. Kanna á ástandið í Fannborg og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en á mánudag. Erna hrósar skólayfirvöldum fyrir að hafa ekki farið þar inn að óathuguðu máli. „Það var aðallega nefnt húsnæði í Laugardal; meðal annars hjá KSÍ og Þróttarheimilið,“ segir hún um aðra möguleika sem nefndir voru á fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06