Tugmilljónir í bætur við Arnarker og í Reykjadal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. mars 2019 08:30 Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur, sagðimarkaðs- og menningarnefndar Ölfuss í nóvember um Arnarker. GUÐMUNDUR BRYNJAR ÞORSTEINSSON Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira