Tíminn verði að leiða í ljós hvað verði um dómarana fjóra Margrét Helga Erlingsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. mars 2019 20:32 Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni. Hún segist enn þá vera þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta reyna á þau sjónarmið sem haldið var uppi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og vísa málinu til yfirdeildarinnar. „Þetta er snúnara af því að þetta snýr að þrígreiningu ríkisvalds og ekki viljum við leggja til einhverja lausn sem á endanum er ekki lausn heldur einhver frekari flækja,“ segir Þórdís. Hún getur ekki sagt til um það hversu langan tíma það mun taka fyrir stjórnvöld að ákveða hvort áfrýjað verði til yfirdeildar eður ei. „Án þess að gera lítið úr þeirri stöðu sem upp er komin þá er það ekki þannig að það sé allt í frosti,“ segir Þórdís aðspurð um stöðuna í Landsrétti. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir þvert á lista hæfisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu. Katrín sagði að mögulega þyrftu Alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt til að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins. Forsætisráðherra tók Landsréttarmálið fyrir á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Í ræðu sinni á Alþingi í dag sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að líklega yrði kallaður til erlendur sérfræðingur til að fara nánar yfir málið með henni og dómsmálaráðherra og skoða það ítarlega hvort tilefni væri til þess að láta á það reyna hvort yfirdeild MDE myndi taka málið fyrir. „Ég segi að við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa sjónarmið dómsins, við eigum að reifa sjónarmiðin í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag. Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni. Hún segist enn þá vera þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta reyna á þau sjónarmið sem haldið var uppi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og vísa málinu til yfirdeildarinnar. „Þetta er snúnara af því að þetta snýr að þrígreiningu ríkisvalds og ekki viljum við leggja til einhverja lausn sem á endanum er ekki lausn heldur einhver frekari flækja,“ segir Þórdís. Hún getur ekki sagt til um það hversu langan tíma það mun taka fyrir stjórnvöld að ákveða hvort áfrýjað verði til yfirdeildar eður ei. „Án þess að gera lítið úr þeirri stöðu sem upp er komin þá er það ekki þannig að það sé allt í frosti,“ segir Þórdís aðspurð um stöðuna í Landsrétti. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir þvert á lista hæfisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu. Katrín sagði að mögulega þyrftu Alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt til að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins. Forsætisráðherra tók Landsréttarmálið fyrir á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Í ræðu sinni á Alþingi í dag sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að líklega yrði kallaður til erlendur sérfræðingur til að fara nánar yfir málið með henni og dómsmálaráðherra og skoða það ítarlega hvort tilefni væri til þess að láta á það reyna hvort yfirdeild MDE myndi taka málið fyrir. „Ég segi að við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa sjónarmið dómsins, við eigum að reifa sjónarmiðin í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag.
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30
„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00