Breytingar á geðsviði í kjölfar sjálfsvíga Sighvatur Jónsson skrifar 19. mars 2019 18:45 Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira