Óljós kostnaður á göngudeild Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað innan tíðar og skellt í lás eftir aldursfjórðungs rekstur í bænum. Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20