Reiptog úreltra og nýrra tíma Hjördís Albertsdóttir skrifar 4. mars 2019 11:30 Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar.Kennari eða kennari? Grundvallarhlutverk kennarans er hið sama óháð aldri nemenda og því námsefni sem kennt er. Í lögverndun kennaraheitisins felst viðurkenning á starfi allra kennara, hvort sem viðfangsefni þeirra er leikur, tónlist eða stærðfræði. Með skilgreindum hæfnikröfum er kennarastarfið gert að sjálfstæðu fagi með skilgreint grundvallarhlutverk í samfélaginu. Það þarf að horfa á kennarastarfið með langtímaþróun menntakerfisins í huga. Eitt leyfisbréf felur í sér, auk almennra hæfniskrafna til kennara, einstaklingsmiðaða færni kennarans sem hann þróar í námi sínu og starfi. Kennarar geta því með starfsþróun sinni aukið við færni á þeim sviðum sem hennar er mest þörf hverju sinni. Hefðbundin mörk skólastiga gætu orðið minni hindrun í vegi nauðsynlegra breytinga. Þessari breytingu á leyfisbréfum þurfa þó að fylgja raunverulegar aðgerðir. Með aukinni samkeppnishæfni kennaramenntunar og kennarastarfsins opnast gríðarlegir möguleikar til hagsbóta fyrir skólastarf í landinu. Kennarar munu hafa breiðari vettvang til að láta hæfileika sína njóta sín. Einnig munu þá skólastjórnendur hafa stóraukið val, og stóraukna ábyrgð, til að velja til starfa kennara með ákjósanlega dreifingu hæfileika fyrir viðkomandi skólasamfélag.Gamli tíminn vs. nýi tíminn Öllum breytingum fylgja einhver vandamál og einhverjar áhættur. Gleymum því þó ekki að það á líka við um óbreytt ástand. Vandamálin eru ekkert endilega skárri þótt maður sé búinn að venjast þeim. Öllu máli skiptir þó að málið sé skoðað í stóru samhengi og engar töfralausnir eru á vanda menntakerfisins. Íslenskir nemendur verðskulda framúrskarandi menntakerfi. Til þess að menntakerfi okkar geti orðið í röð þeirra fremstu þarf metnaðarfulla breytingu á kerfi, hugarfari og forgangsröðun. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Kallað er eftir stórfelldum breytingum, jafnt í áherslum og kennsluháttum, til að undirbúa nemendur undir framtíð í síbreytilegu nútímasamfélagi. Það verður að horfa til þess að með nýjum lögum fylgja breytingar. Nýtt frumvarp er ekki lagt fram til að lögin aðlagi sig að úreltu kerfi. Við stígum inn í óráðna framtíð og eitt leyfisbréf kennara er fyrsta skrefið í rétta átt.Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og formaður skólamálanefndar FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar.Kennari eða kennari? Grundvallarhlutverk kennarans er hið sama óháð aldri nemenda og því námsefni sem kennt er. Í lögverndun kennaraheitisins felst viðurkenning á starfi allra kennara, hvort sem viðfangsefni þeirra er leikur, tónlist eða stærðfræði. Með skilgreindum hæfnikröfum er kennarastarfið gert að sjálfstæðu fagi með skilgreint grundvallarhlutverk í samfélaginu. Það þarf að horfa á kennarastarfið með langtímaþróun menntakerfisins í huga. Eitt leyfisbréf felur í sér, auk almennra hæfniskrafna til kennara, einstaklingsmiðaða færni kennarans sem hann þróar í námi sínu og starfi. Kennarar geta því með starfsþróun sinni aukið við færni á þeim sviðum sem hennar er mest þörf hverju sinni. Hefðbundin mörk skólastiga gætu orðið minni hindrun í vegi nauðsynlegra breytinga. Þessari breytingu á leyfisbréfum þurfa þó að fylgja raunverulegar aðgerðir. Með aukinni samkeppnishæfni kennaramenntunar og kennarastarfsins opnast gríðarlegir möguleikar til hagsbóta fyrir skólastarf í landinu. Kennarar munu hafa breiðari vettvang til að láta hæfileika sína njóta sín. Einnig munu þá skólastjórnendur hafa stóraukið val, og stóraukna ábyrgð, til að velja til starfa kennara með ákjósanlega dreifingu hæfileika fyrir viðkomandi skólasamfélag.Gamli tíminn vs. nýi tíminn Öllum breytingum fylgja einhver vandamál og einhverjar áhættur. Gleymum því þó ekki að það á líka við um óbreytt ástand. Vandamálin eru ekkert endilega skárri þótt maður sé búinn að venjast þeim. Öllu máli skiptir þó að málið sé skoðað í stóru samhengi og engar töfralausnir eru á vanda menntakerfisins. Íslenskir nemendur verðskulda framúrskarandi menntakerfi. Til þess að menntakerfi okkar geti orðið í röð þeirra fremstu þarf metnaðarfulla breytingu á kerfi, hugarfari og forgangsröðun. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Kallað er eftir stórfelldum breytingum, jafnt í áherslum og kennsluháttum, til að undirbúa nemendur undir framtíð í síbreytilegu nútímasamfélagi. Það verður að horfa til þess að með nýjum lögum fylgja breytingar. Nýtt frumvarp er ekki lagt fram til að lögin aðlagi sig að úreltu kerfi. Við stígum inn í óráðna framtíð og eitt leyfisbréf kennara er fyrsta skrefið í rétta átt.Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og formaður skólamálanefndar FG.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar