Búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 12:29 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Andri Marinó Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira