Einn af þremur segist styðja stjórn Katrínar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. mars 2019 06:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir fagnaði árs afmæli stuttu fyrir jól. Fréttablaðið/Anton Brink Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira