Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. mars 2019 10:45 Blokkin er að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Hermannaveiki greindist í fjölbýlishúsi fyrir aldraða að Grandavegi 47 í síðustu viku. Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið en slíkar lagnir eru ein helsta smitleið bakteríunnar sem veldur veikinni. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdóma. Þórólfur segir að einn íbúi blokkarinnar á Grandavegi hafi greinst með hermannaveiki en ekki er vitað til þess að fleiri hafi smitast. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert fleiri legíónellusmit í fyrra en árin á undan Töluvert fleiri legíónellusmit greindust hér á landi í fyrra en árin á undan samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítalans. Vitnað er til þeirra í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins en alls greindust 12 manns með veikina í fyrra. 17. apríl 2008 11:50 Sex fluttir á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af hermannaveiki Flytja þurfti sex farþegar á skemmtiferðarskipi á spítala í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun eftir að grunur vaknaði um að þeir hefðu sýkst af hermannaveiki. Skipið var á ferð um Eystrasaltið þegar fólkið veiktist. 28. júlí 2007 13:32 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hermannaveiki greindist í fjölbýlishúsi fyrir aldraða að Grandavegi 47 í síðustu viku. Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið en slíkar lagnir eru ein helsta smitleið bakteríunnar sem veldur veikinni. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdóma. Þórólfur segir að einn íbúi blokkarinnar á Grandavegi hafi greinst með hermannaveiki en ekki er vitað til þess að fleiri hafi smitast. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert fleiri legíónellusmit í fyrra en árin á undan Töluvert fleiri legíónellusmit greindust hér á landi í fyrra en árin á undan samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítalans. Vitnað er til þeirra í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins en alls greindust 12 manns með veikina í fyrra. 17. apríl 2008 11:50 Sex fluttir á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af hermannaveiki Flytja þurfti sex farþegar á skemmtiferðarskipi á spítala í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun eftir að grunur vaknaði um að þeir hefðu sýkst af hermannaveiki. Skipið var á ferð um Eystrasaltið þegar fólkið veiktist. 28. júlí 2007 13:32 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Töluvert fleiri legíónellusmit í fyrra en árin á undan Töluvert fleiri legíónellusmit greindust hér á landi í fyrra en árin á undan samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítalans. Vitnað er til þeirra í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins en alls greindust 12 manns með veikina í fyrra. 17. apríl 2008 11:50
Sex fluttir á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af hermannaveiki Flytja þurfti sex farþegar á skemmtiferðarskipi á spítala í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun eftir að grunur vaknaði um að þeir hefðu sýkst af hermannaveiki. Skipið var á ferð um Eystrasaltið þegar fólkið veiktist. 28. júlí 2007 13:32