Segir almenna borgara ekki geta beitt sömu afsökunum og ríkið beiti Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 13:13 Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson. Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson.
Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira