„Ég er hér, ég er glöð, get used to it“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2019 21:51 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. Þetta segir Sólveig Anna í Facebook-færslu en þar segir hún gleði sína sanna og afleiðinga af ýmsu. Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld. Sólveig hefur bent á að þessi hópur, þernur á hótelum, séu einn lægst launaði hópurinn í íslensku samfélagi. „Þær konur sem ég hef hitt og talað við sem eru sannarlega láglaunakonur í íslensku samfélagi er mjög glaðar! Þær voru glaðar yfir því að fá tækifæri til að greiða atkvæði og þær eru glaðar yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf,“ segir Sólveig. Sólveig Anna segist meðal annars vera glöð því sjálf hefur hún unnið láglaunastörf í tíu ár. Vísir/VilhelmHún segist glöð af því að hún hefur starfað sem láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði í tíu ár. „Ég veit nákvæmlega hvernig það er að fá ömurleg laun fyrir mikla og erfiða vinnu og ég veit að ég hefði orðið glöð yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf til að sýna öllum sem notuðu vinnuaflið mitt til að láta hlutina ganga upp að hlutirnir myndu ekki ganga upp ef að ég legði niður störf. Til þess að knýja á um að ég þyrfti ekki lengur að sætta mig við að vera á eilífu útsöluverði,“ segir Sólveig Anna. Þá segist hún glöð yfir því að raddir láglaunakvenna í íslensku samfélagi fái loksins að heyrast hátt og skýrt. „Þrátt fyrir að Ísland mælist hæst á listum um kynja-jafnrétti er staðreyndin sú að láglaunakonan hefur ekki fengið neitt pláss eða nein völd. Að okkur hafi tekist að troða okkur í sviðsljósið, að við skulum allt í einu vera orðnar "hættulegar" er sögulegt; eignalausar, valdalausar, peningalausar konur eru allt í einu orðnar afl í íslensku samfélagi, afl sem mögulega þarf að taka tillit til og hlusta á! Er ekki við hæfi að gleðjast yfir því?,“ spyr Sólveig Anna. Hún segist hafa skilning á því að þeir sem hafa mikið á milli handanna skilji ekki tilfinningar kvenna sem vinna láglaunastörf.Vísir/VilhelmHún segist hafa skilning á því að mennirnir „með mörgu milljónirnar“ skilji tilfinningar þeirra ekki. „Þeir vita ekki hvernig það er að fá aldrei nóg útborgað þrátt fyrir að hafa unnið heilan mánuð, að fá aldrei nóg útborgað mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, frá unga aldri fram á gamals aldur. Þeir vita ekkert hvernig tilfinningar vakna við það.“ Vegna þess að þeir hafa aldrei verið í þeirri stöðu hafnar hún alfarið mati þeirra á því hvað sé við hæfi tilfinningalega séð og hvað er ekki við hæfi. „Ég er hér, ég er glöð, get used to it.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. 7. mars 2019 19:21 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. Þetta segir Sólveig Anna í Facebook-færslu en þar segir hún gleði sína sanna og afleiðinga af ýmsu. Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld. Sólveig hefur bent á að þessi hópur, þernur á hótelum, séu einn lægst launaði hópurinn í íslensku samfélagi. „Þær konur sem ég hef hitt og talað við sem eru sannarlega láglaunakonur í íslensku samfélagi er mjög glaðar! Þær voru glaðar yfir því að fá tækifæri til að greiða atkvæði og þær eru glaðar yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf,“ segir Sólveig. Sólveig Anna segist meðal annars vera glöð því sjálf hefur hún unnið láglaunastörf í tíu ár. Vísir/VilhelmHún segist glöð af því að hún hefur starfað sem láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði í tíu ár. „Ég veit nákvæmlega hvernig það er að fá ömurleg laun fyrir mikla og erfiða vinnu og ég veit að ég hefði orðið glöð yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf til að sýna öllum sem notuðu vinnuaflið mitt til að láta hlutina ganga upp að hlutirnir myndu ekki ganga upp ef að ég legði niður störf. Til þess að knýja á um að ég þyrfti ekki lengur að sætta mig við að vera á eilífu útsöluverði,“ segir Sólveig Anna. Þá segist hún glöð yfir því að raddir láglaunakvenna í íslensku samfélagi fái loksins að heyrast hátt og skýrt. „Þrátt fyrir að Ísland mælist hæst á listum um kynja-jafnrétti er staðreyndin sú að láglaunakonan hefur ekki fengið neitt pláss eða nein völd. Að okkur hafi tekist að troða okkur í sviðsljósið, að við skulum allt í einu vera orðnar "hættulegar" er sögulegt; eignalausar, valdalausar, peningalausar konur eru allt í einu orðnar afl í íslensku samfélagi, afl sem mögulega þarf að taka tillit til og hlusta á! Er ekki við hæfi að gleðjast yfir því?,“ spyr Sólveig Anna. Hún segist hafa skilning á því að þeir sem hafa mikið á milli handanna skilji ekki tilfinningar kvenna sem vinna láglaunastörf.Vísir/VilhelmHún segist hafa skilning á því að mennirnir „með mörgu milljónirnar“ skilji tilfinningar þeirra ekki. „Þeir vita ekki hvernig það er að fá aldrei nóg útborgað þrátt fyrir að hafa unnið heilan mánuð, að fá aldrei nóg útborgað mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, frá unga aldri fram á gamals aldur. Þeir vita ekkert hvernig tilfinningar vakna við það.“ Vegna þess að þeir hafa aldrei verið í þeirri stöðu hafnar hún alfarið mati þeirra á því hvað sé við hæfi tilfinningalega séð og hvað er ekki við hæfi. „Ég er hér, ég er glöð, get used to it.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. 7. mars 2019 19:21 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. 7. mars 2019 19:21
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent