Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 07:50 Ástralska listakonan Nara Walker hefur verið í fangelsinu á Hólmsheiði síðan 20. febrúar síðastliðinn. Fréttablaðið/Anton brink Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. Nara hafnar þar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ en hún heldur því staðfastlega fram að eiginmaður sinn hafi beitt hana grófu ofbeldi. „Í dag stöndum við saman og höldum baráttunni áfram. Óháð löndum, landamærum og tungutaki deilum við samhljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vettvang fyrir rödd okkar á þessum degi,“ segir í orðsendingu Nöru.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Ég hafna þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi. Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kynslóðir. Með samstöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina. Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“Báðu Guðna um að veita Nöru sakaruppgjöf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsifyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Nara hóf afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði þann 20. febrúar síðastliðinn.Yfir 41 þúsund manns hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun til stuðnings Nöru. Aðstandendur hennar hafa barist fyrir því að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu og þá er jafnframt biðlað til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf. Ástralía Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. Nara hafnar þar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ en hún heldur því staðfastlega fram að eiginmaður sinn hafi beitt hana grófu ofbeldi. „Í dag stöndum við saman og höldum baráttunni áfram. Óháð löndum, landamærum og tungutaki deilum við samhljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vettvang fyrir rödd okkar á þessum degi,“ segir í orðsendingu Nöru.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Ég hafna þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi. Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kynslóðir. Með samstöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina. Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“Báðu Guðna um að veita Nöru sakaruppgjöf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsifyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Nara hóf afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði þann 20. febrúar síðastliðinn.Yfir 41 þúsund manns hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun til stuðnings Nöru. Aðstandendur hennar hafa barist fyrir því að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu og þá er jafnframt biðlað til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf.
Ástralía Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00