Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2019 12:50 30 til 40 íslensk fyrirtæki eru nú stödd á ITB, stærstu ferðaþjónustufyrirtæki í heimi í þeim tilgangi að selja ferðir til landsins. Mynd: Starfsfólk Íslandsstofu Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira