Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. mars 2019 19:37 Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49