Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. mars 2019 19:37 Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49