Fæðingarorlofssjóður ætti að greiða mótframlag í séreign Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Við ákvörðun um töku fæðingarorlofs er að mörgu að hyggja. Til dæmis þarf að taka tillit til hinna ýmsu atriða á fjármálahliðinni. Það skiptir ekki eingöngu máli hversu lengi við viljum vera heima, líta þarf til þeirra áhrifa sem orlofstaka kemur til með að hafa á tekjur heimilisins. Þessu velta þúsundir íslenskra foreldra fyrir sér árlega og útkoman er sú að mikill munur er á orlofstöku kynjanna. Það sem meira er, munurinn eykst ár frá ári og hefur hlutfall orlofsdaga karla af orlofsdögum kvenna snarminnkað og er nú vel innan við helmingur. Árið 2008 var um fimmtungur karlmanna lengur en 90 daga í orlofi, en 93% kvenna. Árið 2017 var þetta hlutfall 95% hjá konum en hafði fallið í 10% hjá körlunum eftir nær stöðuga lækkun á tímabilinu. Hlutfall þeirra feðra sem taka sér orlof undir 90 daga grunnréttindunum hafði á sama tíma tvöfaldast og í stað 90% fyrir áratug nýta einungis 77% feðra orlofsrétt sinn að einhverju leyti. Þessi ólíka orlofstaka kynjanna hefur í för með sér áhrif á fjármál kvenna sem mætti fá meiri athygli. Við söfnum nefnilega aðskildum lífeyrisréttindum, þó fjármál heimilisins geti verið sameiginleg. Þar sem greiðslur Fæðingarorlofssjóðs eru minni en sem nemur launum okkar lækkar sú upphæð sem greidd er í lífeyrissjóð á meðan við erum í orlofi. Enn meiri eru svo áhrifin á séreignarsparnað þar sem sjóðurinn greiðir einhverra hluta vegna ekki mótframlag. Í fæðingarorlofi geta foreldrar því orðið af umtalsverðum lífeyrisréttindum í framtíð og hallar þar mjög á konur vegna lengri orlofstöku. Mótframlag í séreignarsparnað væri hægt að nýta til skattfrjálsrar ráðstöfunar við kaup eða afborgun á húsnæði eða ávaxta til efri áranna. Sé miðað við greiðslur ársins 2017 mætti áætla að kostnaður við slíkt væri yfir 200 milljónir króna á ári en verðmætið fyrir ungt fólk í fæðingarorlofi leyfi ég mér að fullyrða að sé mun meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við ákvörðun um töku fæðingarorlofs er að mörgu að hyggja. Til dæmis þarf að taka tillit til hinna ýmsu atriða á fjármálahliðinni. Það skiptir ekki eingöngu máli hversu lengi við viljum vera heima, líta þarf til þeirra áhrifa sem orlofstaka kemur til með að hafa á tekjur heimilisins. Þessu velta þúsundir íslenskra foreldra fyrir sér árlega og útkoman er sú að mikill munur er á orlofstöku kynjanna. Það sem meira er, munurinn eykst ár frá ári og hefur hlutfall orlofsdaga karla af orlofsdögum kvenna snarminnkað og er nú vel innan við helmingur. Árið 2008 var um fimmtungur karlmanna lengur en 90 daga í orlofi, en 93% kvenna. Árið 2017 var þetta hlutfall 95% hjá konum en hafði fallið í 10% hjá körlunum eftir nær stöðuga lækkun á tímabilinu. Hlutfall þeirra feðra sem taka sér orlof undir 90 daga grunnréttindunum hafði á sama tíma tvöfaldast og í stað 90% fyrir áratug nýta einungis 77% feðra orlofsrétt sinn að einhverju leyti. Þessi ólíka orlofstaka kynjanna hefur í för með sér áhrif á fjármál kvenna sem mætti fá meiri athygli. Við söfnum nefnilega aðskildum lífeyrisréttindum, þó fjármál heimilisins geti verið sameiginleg. Þar sem greiðslur Fæðingarorlofssjóðs eru minni en sem nemur launum okkar lækkar sú upphæð sem greidd er í lífeyrissjóð á meðan við erum í orlofi. Enn meiri eru svo áhrifin á séreignarsparnað þar sem sjóðurinn greiðir einhverra hluta vegna ekki mótframlag. Í fæðingarorlofi geta foreldrar því orðið af umtalsverðum lífeyrisréttindum í framtíð og hallar þar mjög á konur vegna lengri orlofstöku. Mótframlag í séreignarsparnað væri hægt að nýta til skattfrjálsrar ráðstöfunar við kaup eða afborgun á húsnæði eða ávaxta til efri áranna. Sé miðað við greiðslur ársins 2017 mætti áætla að kostnaður við slíkt væri yfir 200 milljónir króna á ári en verðmætið fyrir ungt fólk í fæðingarorlofi leyfi ég mér að fullyrða að sé mun meira.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar