Helgur staður? Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Ólöf Skaftadóttir Skipulag Víkurgarður Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun