Nemendur sárir og reiðir vegna skemmdarverka sem unnin voru á Kvennaskólanum Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 11:16 Þessi skilaboð biðu nemendum skólans í morgun. Aðsend Skemmdarverk voru unnin á húsakynnum Kvennaskólans í Reykjavík í nótt. Búið var að spreyja ókvæðisorðum á byggingar skólans, þar á meðal „FUCK YOU!“ og „KVENNÓ LESSUR“. „Það er mikil kvenfyrirlitning í þessum skilaboðum og við höfum áhyggjur af þessum hugsunarhætti,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans. Mögulega sé um einhverskonar framhaldsskólahúmor að ræða sem skólameistarinn segist hafa engan skilning á. Í gegnum tíðina hafi ýmis skemmdarverk verið unnin á byggingum skólann sem hafði einhverja tengingu við keppni á milli skóla en Hjalti segist ekki gera sér grein fyrir því hvort að þetta tilvik tengist slíku.„Maður kemur kannski til vinnu á morgnanna og þá er búið að grýta eggjum eða spreyja á skólann,“ segir Hjalti. Hann á eftir að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að fá úr því skorið hverjir voru þarna á ferð en það er í skoðun hvort málið verði tilkynnt til lögreglu. Vanalega er haft samband við stjórnendur annarra framhaldsskóla og þeir aðstoða hvor aðra við að reyna að uppræta svona hugsunarhætti. „Þeim var mjög brugðið,“ segir Hjalti spurður út í viðbrögð nemenda þegar þeir sáu þessi skilaboð í morgun. „Þeim finnst þetta mjög niðurlægjandi þetta er svo langt frá því að þau hugsi á þessum nótum. Þau er sár og reið.“ Voru skemmdarverkin framin á miðbæjarskólanum og gamla skólanum. Hann segir að verið sé að hreinsa húsakynnin eins og hægt er að líkast til þurfi að mála yfir þetta. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á húsakynnum Kvennaskólans í Reykjavík í nótt. Búið var að spreyja ókvæðisorðum á byggingar skólans, þar á meðal „FUCK YOU!“ og „KVENNÓ LESSUR“. „Það er mikil kvenfyrirlitning í þessum skilaboðum og við höfum áhyggjur af þessum hugsunarhætti,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans. Mögulega sé um einhverskonar framhaldsskólahúmor að ræða sem skólameistarinn segist hafa engan skilning á. Í gegnum tíðina hafi ýmis skemmdarverk verið unnin á byggingum skólann sem hafði einhverja tengingu við keppni á milli skóla en Hjalti segist ekki gera sér grein fyrir því hvort að þetta tilvik tengist slíku.„Maður kemur kannski til vinnu á morgnanna og þá er búið að grýta eggjum eða spreyja á skólann,“ segir Hjalti. Hann á eftir að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að fá úr því skorið hverjir voru þarna á ferð en það er í skoðun hvort málið verði tilkynnt til lögreglu. Vanalega er haft samband við stjórnendur annarra framhaldsskóla og þeir aðstoða hvor aðra við að reyna að uppræta svona hugsunarhætti. „Þeim var mjög brugðið,“ segir Hjalti spurður út í viðbrögð nemenda þegar þeir sáu þessi skilaboð í morgun. „Þeim finnst þetta mjög niðurlægjandi þetta er svo langt frá því að þau hugsi á þessum nótum. Þau er sár og reið.“ Voru skemmdarverkin framin á miðbæjarskólanum og gamla skólanum. Hann segir að verið sé að hreinsa húsakynnin eins og hægt er að líkast til þurfi að mála yfir þetta.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira