Hvað gaf frúin í Stjórnarráðinu þér? Valgerður Árnadóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:09 Hvað gaf frúin í Stjórnarráðinu þér?Hálft mánaðarkort í strætóRúmlega hálfan tank af bensíniEinn innkaupapoka í BónusEfri eða neðri part af regnfötum á eitt af börnum mínumEinn skóEina vodkaflösku til að drekkja sorgum mínum ATH: Þú getur aðeins valið eitt af ofangreindum atriðum, bannað að segja svartur, hvítur, já og nei. Ríkisstjórn Íslands settist í gær niður með formönnum ASÍ til að semja um kröfur vinnandi fólks og bauð fólki sem er á lágmarkslaunum 6760,- kr í skattaafslátt á mánuði frá og með næstu áramótum. Vilhjálmur Birgisson varaformaður ASÍ gekk út af fundi enda er mönnum ekki stætt að sitja undir vanvirðingu af þessu tagi. Frúin í Stjórnarráðinu hefur hér með svikið flest öll sín kosningaloforð og ætti að segja af sér. Úr atvinnustefnu Vinstri grænna:Atvinnustefna Vinstri grænna byggist á sanngjörnum kjörum, réttlátu skattkerfi, öflugri menntun, samvinnu, sjálfbærni, jöfnuði og félagslegu réttlæti. Hún skapar tækifæri til uppbyggingar um allt land.Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum.Laun þurfa að lágmarki að duga fyrir grunnframfærslu, vinnuvikan á að styttast án kjaraskerðingar og upphæðir almannatrygginga að fylgja launaþróun. Tryggja þarf þeim sem hafa fallið út af vinnumarkaði starfsendurhæfingu við hæfi í samstarfi við sveitarfélög.Launamuni kynjanna þarf að útrýma nú þegar og jafna kjör á milli stétta, sér í lagi þar sem eitt kyn er í miklum meirihluta.Koma þarf í veg fyrir mansal, misnotkun á vinnuafli og félagslegt undirboð með samstarfi við verkalýðshreyfinguna, öflugra eftirliti með vinnumarkaðnum og ríkulegum framlögum til mansalsáætlunar stjórnvalda. Innleiða þarf keðjuábyrgð í lög þannig að ekki sé hægt að vísa allri ábyrgð á undirverktaka.Skattkerfið ber að nýta til kjarajöfnunar. Tryggja þarf fjölþrepa skattkerfi sem færir skattbyrðina af lægri launum yfir á hærri laun, óháð því hvort um er að ræða launatekjur eða fjármagnstekjur. Berjast þarf gegn hvers kyns skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi enda sviptir hún launafólk því öryggi og þeim réttindum sem stéttarfélögin veita.Sterkt velferðarkerfi sem býður menntun og heilbrigðisþjónustu notendum að kostnaðarlausu. Kröfur stéttarfélaganna gagnvart stjórnvöldum í núverandi kjarasamningum standast stefnu Vinstri grænna nánast í einu og öllu: Þjóðarátak í húsnæðismálumSkattfrjáls lægstu launHærri skattur á arðgreiðslur og aðrar fjármagnstekjurSömu kjarabætur fyrir öryrkja og aldraða eins og launafólk, og færri skerðingarAfnám verðtryggingarLengra fæðingarorlof, til að brúa bilið fram að leikskólaOpinber heilbrigðisþjónusta, öllum aðgengileg Hvernig stendur því á því að þau fagni ekki þessum kröfum og beiti sér fyrir því að koma þeim á? Hvernig stendur á því að þau leyfi sér að sýna fólkinu sem heldur samfélaginu uppi þá vanvirðingu sem því var sýnt í dag? Hér má lesa kröfugerð Eflingar.Hér má lesa stefnu VG í atvinnumálum og stefnu VG í vinnumarkaðs- og verkalýðsmálum.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hvað gaf frúin í Stjórnarráðinu þér?Hálft mánaðarkort í strætóRúmlega hálfan tank af bensíniEinn innkaupapoka í BónusEfri eða neðri part af regnfötum á eitt af börnum mínumEinn skóEina vodkaflösku til að drekkja sorgum mínum ATH: Þú getur aðeins valið eitt af ofangreindum atriðum, bannað að segja svartur, hvítur, já og nei. Ríkisstjórn Íslands settist í gær niður með formönnum ASÍ til að semja um kröfur vinnandi fólks og bauð fólki sem er á lágmarkslaunum 6760,- kr í skattaafslátt á mánuði frá og með næstu áramótum. Vilhjálmur Birgisson varaformaður ASÍ gekk út af fundi enda er mönnum ekki stætt að sitja undir vanvirðingu af þessu tagi. Frúin í Stjórnarráðinu hefur hér með svikið flest öll sín kosningaloforð og ætti að segja af sér. Úr atvinnustefnu Vinstri grænna:Atvinnustefna Vinstri grænna byggist á sanngjörnum kjörum, réttlátu skattkerfi, öflugri menntun, samvinnu, sjálfbærni, jöfnuði og félagslegu réttlæti. Hún skapar tækifæri til uppbyggingar um allt land.Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum.Laun þurfa að lágmarki að duga fyrir grunnframfærslu, vinnuvikan á að styttast án kjaraskerðingar og upphæðir almannatrygginga að fylgja launaþróun. Tryggja þarf þeim sem hafa fallið út af vinnumarkaði starfsendurhæfingu við hæfi í samstarfi við sveitarfélög.Launamuni kynjanna þarf að útrýma nú þegar og jafna kjör á milli stétta, sér í lagi þar sem eitt kyn er í miklum meirihluta.Koma þarf í veg fyrir mansal, misnotkun á vinnuafli og félagslegt undirboð með samstarfi við verkalýðshreyfinguna, öflugra eftirliti með vinnumarkaðnum og ríkulegum framlögum til mansalsáætlunar stjórnvalda. Innleiða þarf keðjuábyrgð í lög þannig að ekki sé hægt að vísa allri ábyrgð á undirverktaka.Skattkerfið ber að nýta til kjarajöfnunar. Tryggja þarf fjölþrepa skattkerfi sem færir skattbyrðina af lægri launum yfir á hærri laun, óháð því hvort um er að ræða launatekjur eða fjármagnstekjur. Berjast þarf gegn hvers kyns skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi enda sviptir hún launafólk því öryggi og þeim réttindum sem stéttarfélögin veita.Sterkt velferðarkerfi sem býður menntun og heilbrigðisþjónustu notendum að kostnaðarlausu. Kröfur stéttarfélaganna gagnvart stjórnvöldum í núverandi kjarasamningum standast stefnu Vinstri grænna nánast í einu og öllu: Þjóðarátak í húsnæðismálumSkattfrjáls lægstu launHærri skattur á arðgreiðslur og aðrar fjármagnstekjurSömu kjarabætur fyrir öryrkja og aldraða eins og launafólk, og færri skerðingarAfnám verðtryggingarLengra fæðingarorlof, til að brúa bilið fram að leikskólaOpinber heilbrigðisþjónusta, öllum aðgengileg Hvernig stendur því á því að þau fagni ekki þessum kröfum og beiti sér fyrir því að koma þeim á? Hvernig stendur á því að þau leyfi sér að sýna fólkinu sem heldur samfélaginu uppi þá vanvirðingu sem því var sýnt í dag? Hér má lesa kröfugerð Eflingar.Hér má lesa stefnu VG í atvinnumálum og stefnu VG í vinnumarkaðs- og verkalýðsmálum.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar