Sólveig Anna með umboð til að slíta viðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er komin með umboð til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér. Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12
Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49