Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 23:29 Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, velti því fyrir sér hvort Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hefði reynslu af þungunarrofi í fyrstu umræðu um frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar-og foreldraorlof á Alþingi í dag. „Nú segir háttvirtur þingmaður að hún kjósi helst ekki að kona sem er barnshafandi og stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun sem hún hefur reyndar sagt í þessum ræðustól að sé svo sem ekkert erfið en nú veit ég ekki svo sem hvort hún hefur reynslu af því eður ei…“ Þetta sagði Þorsteinn í ræðustól Alþingis en Þórhildi Sunnu þótti þessi framganga ekki þingmanni sæmandi og spurði hann á móti hvort hann legði það í vana sinn að spyrja aðra háttvirta þingmenn út í sína heilsufarssögu. Þórhildur Sunna segir Þorstein hafa snúið út úr orðum sínum. Hún hafi ekki sagt að konum þætti þungunarrof „ekkert mál“ heldur hefði hún spurt Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. Ég ætla rétt að vona að Þorsteinn Sæmundsson hafi ekki verið að prufukeyra nýja taktík í umræðum um þungunarrof à mér þegar hann spurði mig endurtekið hvort ég hefði persónulega reynslu af því í andsvörum við ræðu mína í kvöld. — Þórhildur Sunna (@sunnago) February 20, 2019Mæður fái fæðingarstyrk gefi þær barn til ættleiðingar Frumvarpið snýst um að festa í lög rétt móður sem gefur barn sitt til ættleiðingar við fæðingu á fæðingarstyrk í sex mánuði frá fæðingu barnsins sem skuli vera 135.525 kr. á mánuði. Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn Sæmundsson þingmenn Miðflokksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni óháðum þingmönnum eru flutningsmenn frumvarpsins.Þórhildur Sunna sagðist skynja óheiðarleika í málflutningi Miðflokksmanna.Fréttablaðið/ErnirKveðst skynja óheiðarleika Þórhildur Sunna spurði Þorstein hvort honum fyndist framganga sín hæfa þingmanni. „Háttvirtur þingmaður þykist eitthvað voða hissa að mér finnist ósmekklegt af honum að spyrja hvort ég hafi farið í þungunarrof. Ég spyr hattvirtan þingmann á móti hvort hann leggi það í vana sinn um að spyrja aðra háttvirta þingmenn út í þeirra heilsufarssögu? Hvort honum finnist það eðlileg framganga hér á þingi að spyrja hvort viðkomandi hafi farið í ófrjósemissaðgerð mögulega eða eitthvað annað slíkt, hvort honum finnist það verjandi, eða smekklegt.“ Ástæðan fyrir því að umræðurnar þróuðust út í þungunarrof voru grunsemdir Þórhildar Sunnu um að Miðflokksmenn legðu frumvarpið fram í annarlegum tilgangi. Hún segist skynja óheiðarleika í málflutningi þingmannannna. „Miðflokksmenn eru á móti þungunarrofi og þeir vilja finna leiðir til að láta konur ganga með börn sem þær vilja ekki ganga með og gefa þeim jafnvel fjárhagslegan hvata til þess. Þetta er sú tilfinning sem ég fæ að konur séu einhvers konar útungunarvélar, að þær eigi að huga að þörfum einhverra annarra einstaklinga í samfélaginu vegna þess að þessir aðrir einstaklingar þrái að eignast börn, að konur eigi að íhuga alvarlega, með fjárhagslegum hvata, að leggja líf sitt að veði, að snúa því á hvolf, að breyta sínum lífsvenjum algjörlega í níu mánuði vegna þess að þær megi ekki gleyma því að þær geti gert þessa óvelkomnu þungun sína að gleðigjafa fyrir aðra einstaklinga sem þær þekkja ekki,“ segir Þórhildur Sunna.Skapar þrýsting á konur Henni finnst hugmyndin um fæðingarstyrk og ráðgjöf skapa þrýsting á konur. Það finnist henni ljótur leikur. „Setja jafnvel þrýsting á konur sem fara til þess að leita sér læknisaðstoðar til að fara í þungunarrof að þeim sé gert skylt að tala við félagsráðgjafa sem segir þeim að jú, svo er líka möguleiki fyrir hendi að þú gangir með barnið og fáir fyrir það fæðingarstyrk og að þær eigi að hugsa um allt fólkið sem ekki getur átt börn áður en það þær taka þá ákvörðun sem þær eru væntanlega búnar að taka þegar þær leita til heilbrigðisstarfsfólks um að fara í þungunarrof, að þær taki það líka til skoðunar að fólki vanti börn. Ég fæ óbragð í munninn í þessu samhengi,“ segir Þórhildur Sunna.Markmiðið ekki að þvinga konur til að gefa barn sitt Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði áherslu á það í ræðu sinni á Alþingi að markmiðið sé ekki að þvinga konur til að gefa barn sitt til ættleiðingar frekar en að gangast undir þungunarrof. Hann segist vera fylgjandi ráðgjöf vegna þess að konur sem leiti sér ráðgjafar séu í mörgum tilfellum að reyna að taka ákvörðun og þurfi aðstoð í þeim efnum. „Lífsskoðanir fólks eru margt misjafnar og sumum konum hugnast einfaldlega ekki fóstureyðing, hvort sem það er af trúarlegum ástæðum eða öðrum.“ Alþingi Heilbrigðismál Miðflokkurinn Píratar Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Siðfræðistofnun telur varasamt að heimila þungunarrof allt að 22. viku. Vilja ekki flýta afgreiðslu frumvarpsins um of. 12. febrúar 2019 06:15 Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. 22. janúar 2019 20:30 Alþingi ítrekað gengið fram hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. 29. janúar 2019 07:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, velti því fyrir sér hvort Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hefði reynslu af þungunarrofi í fyrstu umræðu um frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar-og foreldraorlof á Alþingi í dag. „Nú segir háttvirtur þingmaður að hún kjósi helst ekki að kona sem er barnshafandi og stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun sem hún hefur reyndar sagt í þessum ræðustól að sé svo sem ekkert erfið en nú veit ég ekki svo sem hvort hún hefur reynslu af því eður ei…“ Þetta sagði Þorsteinn í ræðustól Alþingis en Þórhildi Sunnu þótti þessi framganga ekki þingmanni sæmandi og spurði hann á móti hvort hann legði það í vana sinn að spyrja aðra háttvirta þingmenn út í sína heilsufarssögu. Þórhildur Sunna segir Þorstein hafa snúið út úr orðum sínum. Hún hafi ekki sagt að konum þætti þungunarrof „ekkert mál“ heldur hefði hún spurt Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. Ég ætla rétt að vona að Þorsteinn Sæmundsson hafi ekki verið að prufukeyra nýja taktík í umræðum um þungunarrof à mér þegar hann spurði mig endurtekið hvort ég hefði persónulega reynslu af því í andsvörum við ræðu mína í kvöld. — Þórhildur Sunna (@sunnago) February 20, 2019Mæður fái fæðingarstyrk gefi þær barn til ættleiðingar Frumvarpið snýst um að festa í lög rétt móður sem gefur barn sitt til ættleiðingar við fæðingu á fæðingarstyrk í sex mánuði frá fæðingu barnsins sem skuli vera 135.525 kr. á mánuði. Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn Sæmundsson þingmenn Miðflokksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni óháðum þingmönnum eru flutningsmenn frumvarpsins.Þórhildur Sunna sagðist skynja óheiðarleika í málflutningi Miðflokksmanna.Fréttablaðið/ErnirKveðst skynja óheiðarleika Þórhildur Sunna spurði Þorstein hvort honum fyndist framganga sín hæfa þingmanni. „Háttvirtur þingmaður þykist eitthvað voða hissa að mér finnist ósmekklegt af honum að spyrja hvort ég hafi farið í þungunarrof. Ég spyr hattvirtan þingmann á móti hvort hann leggi það í vana sinn um að spyrja aðra háttvirta þingmenn út í þeirra heilsufarssögu? Hvort honum finnist það eðlileg framganga hér á þingi að spyrja hvort viðkomandi hafi farið í ófrjósemissaðgerð mögulega eða eitthvað annað slíkt, hvort honum finnist það verjandi, eða smekklegt.“ Ástæðan fyrir því að umræðurnar þróuðust út í þungunarrof voru grunsemdir Þórhildar Sunnu um að Miðflokksmenn legðu frumvarpið fram í annarlegum tilgangi. Hún segist skynja óheiðarleika í málflutningi þingmannannna. „Miðflokksmenn eru á móti þungunarrofi og þeir vilja finna leiðir til að láta konur ganga með börn sem þær vilja ekki ganga með og gefa þeim jafnvel fjárhagslegan hvata til þess. Þetta er sú tilfinning sem ég fæ að konur séu einhvers konar útungunarvélar, að þær eigi að huga að þörfum einhverra annarra einstaklinga í samfélaginu vegna þess að þessir aðrir einstaklingar þrái að eignast börn, að konur eigi að íhuga alvarlega, með fjárhagslegum hvata, að leggja líf sitt að veði, að snúa því á hvolf, að breyta sínum lífsvenjum algjörlega í níu mánuði vegna þess að þær megi ekki gleyma því að þær geti gert þessa óvelkomnu þungun sína að gleðigjafa fyrir aðra einstaklinga sem þær þekkja ekki,“ segir Þórhildur Sunna.Skapar þrýsting á konur Henni finnst hugmyndin um fæðingarstyrk og ráðgjöf skapa þrýsting á konur. Það finnist henni ljótur leikur. „Setja jafnvel þrýsting á konur sem fara til þess að leita sér læknisaðstoðar til að fara í þungunarrof að þeim sé gert skylt að tala við félagsráðgjafa sem segir þeim að jú, svo er líka möguleiki fyrir hendi að þú gangir með barnið og fáir fyrir það fæðingarstyrk og að þær eigi að hugsa um allt fólkið sem ekki getur átt börn áður en það þær taka þá ákvörðun sem þær eru væntanlega búnar að taka þegar þær leita til heilbrigðisstarfsfólks um að fara í þungunarrof, að þær taki það líka til skoðunar að fólki vanti börn. Ég fæ óbragð í munninn í þessu samhengi,“ segir Þórhildur Sunna.Markmiðið ekki að þvinga konur til að gefa barn sitt Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði áherslu á það í ræðu sinni á Alþingi að markmiðið sé ekki að þvinga konur til að gefa barn sitt til ættleiðingar frekar en að gangast undir þungunarrof. Hann segist vera fylgjandi ráðgjöf vegna þess að konur sem leiti sér ráðgjafar séu í mörgum tilfellum að reyna að taka ákvörðun og þurfi aðstoð í þeim efnum. „Lífsskoðanir fólks eru margt misjafnar og sumum konum hugnast einfaldlega ekki fóstureyðing, hvort sem það er af trúarlegum ástæðum eða öðrum.“
Alþingi Heilbrigðismál Miðflokkurinn Píratar Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Siðfræðistofnun telur varasamt að heimila þungunarrof allt að 22. viku. Vilja ekki flýta afgreiðslu frumvarpsins um of. 12. febrúar 2019 06:15 Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. 22. janúar 2019 20:30 Alþingi ítrekað gengið fram hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. 29. janúar 2019 07:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00
Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Siðfræðistofnun telur varasamt að heimila þungunarrof allt að 22. viku. Vilja ekki flýta afgreiðslu frumvarpsins um of. 12. febrúar 2019 06:15
Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. 22. janúar 2019 20:30
Alþingi ítrekað gengið fram hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. 29. janúar 2019 07:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent