NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og Boeing Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2019 12:30 Heimildarmenn Reuters segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. EPA/PAUL BUCK Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni. Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni.
Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira