Segir engan þora í Gunnar Smára og skósveina hans Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2019 20:28 Friðjón R Friðjónsson telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og þar fari fremstur í flokki Gunnar Smári Egilsson. Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi KOM-almannatengsla, telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það gerir hún undir forystu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokksins og skósveina hans, að mati Friðjóns. Friðjón er afar ósáttur við að kjaraviðræðurnar hafi siglt í strand en segir að eigi ekki að þurfa að koma neinum á óvart.Svívirðingar og ofbeldi „Það hefur aldrei verið ætlun forsvarsmanna VR og Eflingar að ná samningum. Það er barnaskapur að halda að slíkt sé hægt, markmið þeirra eru ekki betri kjör félagsmanna heldur upplausn, óreiða og átök. Það ömurlegt að enginn bjóði þeim byrginn,“ segir Friðjón í harðorðum pistli á Facebooksíðu sinni. Ef marka má hann er hlaupin veruleg kergja í deiluna, jafnt milli þeirra sem hafa setið við samningaborðið sem og utan þess. Friðjón telur verkalýðsforystuna fara fram með ofbeldi.Samningum hefur verið slitið og harkan hefur færst út úr Karphúsinu og yfir á samfélagsmiðlana, meðal annars.visir/vilhelm„Þegar ég spurðist fyrir um hvers vegna enginn bauð sig fram til formanns VR var viðkvæði þeirra sem íhuguðu framboð að enginn vildi gangast undir þær svívirðingar og ofbeldi sem viðbúið var að Gunnar Smári Egilsson og skósveinar hans í verkalýðsfélögunum tveimur myndu ausa yfir viðkomandi.Staðreyndin er að ofbeldismennirnir hafa allt dagskrárvald á Íslandi í dag.“ Eins og sjá má sparar Friðjón sig hvergi, en hann hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og er kunnur álitsgjafi í þjóðmálaþáttum. Aldrei meiningin að skrifa undir á forsendum SA Nokkrar umræður hafa skapast á síðu Friðjóns, undir þessu stóryrta uppleggi og vilja ýmsir taka undir með þessum sjónarmiðum. Þó ekki allir. Magnús Helgason stjórmálafræðingur og blaðamaður, eiginmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar, stingur niður penna og telur þetta rétt upp að vissu marki. En, nálgun hans er önnur en Friðjóns. Eins og vænta mátti. Magnús telur að ekki hafi verið tilgangur verkalýðshreyfingarinnar að skrifa undir samningana á forsendum SA. Og loks sé einhver að bjóða „SA og pólítískum armi þeirra byrginn, og þá um leið að hafna því að ábyrgð á stöðugleika sé alfarið (lág)launafólks,“ skrifar Magnús. Og bætir við: „Svo skulum við ekki heldur gleyma því að forysta þessara félaga sem hafa nú slitið viðræðum og sú stefna sem þær fylgja njóta umtalsvert meiri stuðnings en t.d. ríkisstjórnin eða fjármálaráðherra.“ Þannig má ljóst vera að harkan við samningaborðið hefur færst út fyrir veggi Karphússins og er nú tekist á víða vegna viðræðnanna sem komnar eru í hnút, meðal annars á samfélagsmiðlum. Tónninn sem Friðjón slær er ekki ósvipaður þeim sem heyra mátti í Ingvari Smára Birgissyni, formanni SUS, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun, en þar sagði hann að öfgasósíalistar væru búnir að leggja undir sig verkalýðshreyfinguna. Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Vilja fá meiri festu í viðræðurnar Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sambandið vilji fá meiri festu í samningaviðræðurnar við Samtök atvinnulífsins. 21. febrúar 2019 17:07 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi KOM-almannatengsla, telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það gerir hún undir forystu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokksins og skósveina hans, að mati Friðjóns. Friðjón er afar ósáttur við að kjaraviðræðurnar hafi siglt í strand en segir að eigi ekki að þurfa að koma neinum á óvart.Svívirðingar og ofbeldi „Það hefur aldrei verið ætlun forsvarsmanna VR og Eflingar að ná samningum. Það er barnaskapur að halda að slíkt sé hægt, markmið þeirra eru ekki betri kjör félagsmanna heldur upplausn, óreiða og átök. Það ömurlegt að enginn bjóði þeim byrginn,“ segir Friðjón í harðorðum pistli á Facebooksíðu sinni. Ef marka má hann er hlaupin veruleg kergja í deiluna, jafnt milli þeirra sem hafa setið við samningaborðið sem og utan þess. Friðjón telur verkalýðsforystuna fara fram með ofbeldi.Samningum hefur verið slitið og harkan hefur færst út úr Karphúsinu og yfir á samfélagsmiðlana, meðal annars.visir/vilhelm„Þegar ég spurðist fyrir um hvers vegna enginn bauð sig fram til formanns VR var viðkvæði þeirra sem íhuguðu framboð að enginn vildi gangast undir þær svívirðingar og ofbeldi sem viðbúið var að Gunnar Smári Egilsson og skósveinar hans í verkalýðsfélögunum tveimur myndu ausa yfir viðkomandi.Staðreyndin er að ofbeldismennirnir hafa allt dagskrárvald á Íslandi í dag.“ Eins og sjá má sparar Friðjón sig hvergi, en hann hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og er kunnur álitsgjafi í þjóðmálaþáttum. Aldrei meiningin að skrifa undir á forsendum SA Nokkrar umræður hafa skapast á síðu Friðjóns, undir þessu stóryrta uppleggi og vilja ýmsir taka undir með þessum sjónarmiðum. Þó ekki allir. Magnús Helgason stjórmálafræðingur og blaðamaður, eiginmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar, stingur niður penna og telur þetta rétt upp að vissu marki. En, nálgun hans er önnur en Friðjóns. Eins og vænta mátti. Magnús telur að ekki hafi verið tilgangur verkalýðshreyfingarinnar að skrifa undir samningana á forsendum SA. Og loks sé einhver að bjóða „SA og pólítískum armi þeirra byrginn, og þá um leið að hafna því að ábyrgð á stöðugleika sé alfarið (lág)launafólks,“ skrifar Magnús. Og bætir við: „Svo skulum við ekki heldur gleyma því að forysta þessara félaga sem hafa nú slitið viðræðum og sú stefna sem þær fylgja njóta umtalsvert meiri stuðnings en t.d. ríkisstjórnin eða fjármálaráðherra.“ Þannig má ljóst vera að harkan við samningaborðið hefur færst út fyrir veggi Karphússins og er nú tekist á víða vegna viðræðnanna sem komnar eru í hnút, meðal annars á samfélagsmiðlum. Tónninn sem Friðjón slær er ekki ósvipaður þeim sem heyra mátti í Ingvari Smára Birgissyni, formanni SUS, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun, en þar sagði hann að öfgasósíalistar væru búnir að leggja undir sig verkalýðshreyfinguna.
Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Vilja fá meiri festu í viðræðurnar Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sambandið vilji fá meiri festu í samningaviðræðurnar við Samtök atvinnulífsins. 21. febrúar 2019 17:07 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15
Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08
Vilja fá meiri festu í viðræðurnar Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sambandið vilji fá meiri festu í samningaviðræðurnar við Samtök atvinnulífsins. 21. febrúar 2019 17:07
„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43