„Ekkert fyrirtæki í neinu landi“ gæti staðið undir kröfum verkalýðsforystunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 12:55 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir skýrt að verkalýðsforystan ætli að valda sem mestu tjóni til að ná fram kröfum sínum. Þá séu verkföll sem leiðtogar verkalýðsfélaganna boði „ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir.“ Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Í Fréttablaðinu í dag var svo svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA.Ferðaþjónustan „fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar“ „Fréttir gærdagsins um viðræðuslit og verkfallsboðanir eru dapurlegar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðfélagið allt. Það er mikill ábyrgðarhluti að standa fyrir verkföllum og lama atvinnustarfsemi í landinu um lengri eða skemmri tíma. Fyrirætlanir verkalýðsforystunnar eru skýrar - hún ætlar að valda sem mestu tjóni til að ná fram sínum kröfum. Kröfum sem eru þess eðlis að ekkert fyrirtæki í neinu landi kæmist nálægt því að geta staðið undir þeim,“ segir Bjarnheiður í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Þá segir Bjarnheiður að verkföll myndu valda óheyrilegum skaða fyrir þjóðarbúið allt, orðspor og ímynd landsins. „Það má ekki gleymast að 86,3% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil - oft rekin af einstaklingum eða fjölskyldum. Fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar er einmitt ferðaþjónusta. Enda hægt að valda þar miklum skaða á skömmum tíma. Ekki bara þeim óheyrilega skaða fyrir allt þjóðarbúið, meðan á aðgerðum stendur - heldur valda þær tjóni á orðspori og ímynd landsins sem ferðamannalands. Geta þar með haft áhrif á bókanir ferðamanna inn í framtíðina,“ segir Bjarnheiður. „Verkföll eru ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir um 1,4 milljörðum að meðaltali dag hvern. Hún er ein stærsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Að stofna henni í hættu í einhverjum veruleikafirrtum leikfléttum er dauðans alvara - sem á endanum bitnar á öllum.“ Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær endurspeglaði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þetta viðhorf Bjarnheiðar. Hann sagði rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja í járnum og að einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðunum. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir skýrt að verkalýðsforystan ætli að valda sem mestu tjóni til að ná fram kröfum sínum. Þá séu verkföll sem leiðtogar verkalýðsfélaganna boði „ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir.“ Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Í Fréttablaðinu í dag var svo svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA.Ferðaþjónustan „fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar“ „Fréttir gærdagsins um viðræðuslit og verkfallsboðanir eru dapurlegar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðfélagið allt. Það er mikill ábyrgðarhluti að standa fyrir verkföllum og lama atvinnustarfsemi í landinu um lengri eða skemmri tíma. Fyrirætlanir verkalýðsforystunnar eru skýrar - hún ætlar að valda sem mestu tjóni til að ná fram sínum kröfum. Kröfum sem eru þess eðlis að ekkert fyrirtæki í neinu landi kæmist nálægt því að geta staðið undir þeim,“ segir Bjarnheiður í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Þá segir Bjarnheiður að verkföll myndu valda óheyrilegum skaða fyrir þjóðarbúið allt, orðspor og ímynd landsins. „Það má ekki gleymast að 86,3% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil - oft rekin af einstaklingum eða fjölskyldum. Fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar er einmitt ferðaþjónusta. Enda hægt að valda þar miklum skaða á skömmum tíma. Ekki bara þeim óheyrilega skaða fyrir allt þjóðarbúið, meðan á aðgerðum stendur - heldur valda þær tjóni á orðspori og ímynd landsins sem ferðamannalands. Geta þar með haft áhrif á bókanir ferðamanna inn í framtíðina,“ segir Bjarnheiður. „Verkföll eru ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir um 1,4 milljörðum að meðaltali dag hvern. Hún er ein stærsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Að stofna henni í hættu í einhverjum veruleikafirrtum leikfléttum er dauðans alvara - sem á endanum bitnar á öllum.“ Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær endurspeglaði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þetta viðhorf Bjarnheiðar. Hann sagði rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja í járnum og að einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðunum.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00