Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 14:25 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmönnunum. Þar með er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar. Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar en þeir voru á meðal þingmannanna sem þar ræddu saman. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. „Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta og Ólafs. „Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum.“ Þeir Karl Gauti og Ólafur hafa ítrekað verið spurðir að því hvort þeir hygðust ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins síðan þeir voru reknir úr Flokki fólksins. Þeir kváðust á sínum tíma ekki útiloka að ganga í flokkinn.Yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs í heild sinni: Við undirritaðir alþingismenn höfum ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins frá og með deginum í dag.Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum. Við erum sammála um nauðsyn þess að leiðrétta kjör hinna lægst launuðu og skapa öldruðum og öryrkjum tækifæri til að bæta hag sinn með aukinni vinnu án skerðingar almannatryggingabóta. Við erum sammála um áherslur í málefnum hins sístækkandi hóps aldraðra sem geti notið ævikvöldsins á heimili sínu eins lengi og unnt er, með öruggu framboði hjúkrunarrýma þegar nauðsyn knýr á um slík úrræði. Á Alþingi höfum við átt samleið í áherslu á nútímalegt fjármálakerfi laust við okurvexti og verðtryggingu, þróttmikið atvinnulíf og fjárhagslegt öryggi íslenskra heimila. Við erum sammála um mikilvægi réttarríkisins, mannréttinda og að standa gegn hvers kyns valdníðslu. Við viljum stórátak í samgöngumálum og styðja við sóknarfæri í hinum dreifðu byggðum landsins.Á vettvangi Miðflokksins teljum við okkur geta náð betri árangri í baráttumálum okkar og styrkt málefnastöðu flokksins. Við höfum sameiginlega sýn á sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, yfirráð hennar á auðlindum sínum og mikilvægi vestrænnar samvinnu.Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum. Reykjavík 22. febrúar 2019Karl Gauti Hjaltason, 8. þingmaður SuðurkjördæmisÓlafur Ísleifsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norðurFréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Ólafur Ísleifsson kærir sig ekki um að starfa undir forystu Ingu Sælands aftur. 12. febrúar 2019 22:38 Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmönnunum. Þar með er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar. Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar en þeir voru á meðal þingmannanna sem þar ræddu saman. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. „Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta og Ólafs. „Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum.“ Þeir Karl Gauti og Ólafur hafa ítrekað verið spurðir að því hvort þeir hygðust ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins síðan þeir voru reknir úr Flokki fólksins. Þeir kváðust á sínum tíma ekki útiloka að ganga í flokkinn.Yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs í heild sinni: Við undirritaðir alþingismenn höfum ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins frá og með deginum í dag.Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum. Við erum sammála um nauðsyn þess að leiðrétta kjör hinna lægst launuðu og skapa öldruðum og öryrkjum tækifæri til að bæta hag sinn með aukinni vinnu án skerðingar almannatryggingabóta. Við erum sammála um áherslur í málefnum hins sístækkandi hóps aldraðra sem geti notið ævikvöldsins á heimili sínu eins lengi og unnt er, með öruggu framboði hjúkrunarrýma þegar nauðsyn knýr á um slík úrræði. Á Alþingi höfum við átt samleið í áherslu á nútímalegt fjármálakerfi laust við okurvexti og verðtryggingu, þróttmikið atvinnulíf og fjárhagslegt öryggi íslenskra heimila. Við erum sammála um mikilvægi réttarríkisins, mannréttinda og að standa gegn hvers kyns valdníðslu. Við viljum stórátak í samgöngumálum og styðja við sóknarfæri í hinum dreifðu byggðum landsins.Á vettvangi Miðflokksins teljum við okkur geta náð betri árangri í baráttumálum okkar og styrkt málefnastöðu flokksins. Við höfum sameiginlega sýn á sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, yfirráð hennar á auðlindum sínum og mikilvægi vestrænnar samvinnu.Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum. Reykjavík 22. febrúar 2019Karl Gauti Hjaltason, 8. þingmaður SuðurkjördæmisÓlafur Ísleifsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norðurFréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Ólafur Ísleifsson kærir sig ekki um að starfa undir forystu Ingu Sælands aftur. 12. febrúar 2019 22:38 Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45
Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Ólafur Ísleifsson kærir sig ekki um að starfa undir forystu Ingu Sælands aftur. 12. febrúar 2019 22:38
Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22