Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25