Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 20:29 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Stöð 2 Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira