Mínir svæsnustu fordómar Guðmundur Steingrímsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Fordómar eru í grunninn auðveld leið til þess að segja eitthvað misgáfulegt um alls konar dót sem maður veit ekkert um, fólk sem maður þekkir ekki og málefni sem maður hefur ekki kynnt sér af neinni dýpt. Að láta fordóma sína í ljós í kjarnyrtu máli er líka ákveðin leið til að fá vissa skammvinna útrás fyrir ruddalegri tilhneigingar sálarlífsins, eins og óræða reiði út í hitt og þetta, pirring og þreytu. Sérstaklega gott er að gera þetta í útvarpi eða á samfélagsmiðli. Fordómar eru líka á ákveðinn hátt eðlilegir. Maður getur ekki vitað allt. Stundum þarf maður að gera sér upp hugmynd. Maður er kannski að fara að hitta manneskju sem maður hefur aldrei hitt áður. Ég finn það mjög sterkt í mínu sálartetri að yfirleitt í aðdraganda slíkra funda dregur skrattinn á öxl minni upp þá mynd að viðkomandi sé durtur og ég muni lenda í miklu orðaskaki. Þannig vaxa fordómar oft af óöryggi. Maður óttast óvissu. Skrattinn gengur á lagið og dregur upp mynd.Kjaramálin Hið skemmtilega er, að eiginlega alltaf kemur hitt á daginn. Fólk er frábært. Skrattinn hefur rangt fyrir sér. Fordómar eru á mjög athyglisverðan hátt alltaf rangir. Svo takmarkað er ímyndunarafl mannskepnunnar að jafnvel hinir spámannlegustu palladómar um menn og málefni eru undantekningalaust fullkomið bull. Veruleikinn er alltaf öðruvísi. Og af hverju er ég að skrifa þetta? Jú, mér er þetta hugleikið núna vegna stöðunnar í kjaramálum. Það er við það að sjóða upp úr á vinnumarkaði. Ég les á hverjum degi lýsingar á deiluaðilum. Ég sé ekki betur en að skrattar séu sestir á axlir margra og hvísli fordómum. Yfirlýsingar fljúga. Nú ætla ég að kafa í mína fordóma og láta þá í ljós. Maður getur mjög auðveldlega fundið nokkrar góðar sleggjur, ef maður kafar smá. Ég þekki mjög fáa sem koma að samningum á vinnumarkaði um þessar mundir. Ég bara les um viðræðurnar í blöðunum og sé myndir af fólkinu. Að því sögðu ætla ég að gefa púkanum orðið. Púki segir: Þetta lið þarna í Eflingu er bara gegnsósa af löngun til þess að gera allt brjálað. Því er sléttsama um hag almennings. Vill bara átök. Gunnar Smári komst í heilann á þeim og bullaði eitthvað um sósíalisma út af einhverju sem hann las einhvers staðar og síðan þá er fjandinn laus. Og Ragnar þessi í VR. Hann er svona gaur sem gengur um með alls konar hugmyndir sem aðeins Xuplup á plánetunni Zumblugg skilur. Ætlar að breyta öllum kerfum. Og er núna búinn að hanna nýja tegund af vinnumarkaðsaðgerðum. Úúúúú. Verum hrædd. Þetta lið er haldið mikilmennskubrjálæði. Langar mest til að standa uppi á húddi á bíl með kalltæki og fána. Er örugglega með svoleiðis í bílskúr einhvers staðar, til að æfa sig. Svo eru það atvinnurekendurnir. Flottir í tauinu, en yfirlætisfullt glottið á vörunum segir bara eitt: Ekkert er hægt. Því miður, krakkar mínir. Það eina sem er hægt er þetta: Að færa auð fáum og standa vörð um auð þeirra. Annað er ómögulegt. Bless. Þetta fólk er allt vitleysingar, segir púkinn. Og nú ætlar þetta að rífa augun hvert úr öðru. Verði því að góðu. Vilji allra Kem ég þá aftur að inngangi þessa greinarstúfs. Varðandi fordómana. Það er hressandi að láta þá í ljós. Maður fitnar allur. En svo þarf maður að minna sig á hið augljósa: Ekkert af þessu er rétt. Kannski er veruleikinn meira svona: Fólk á lægstu launum er orðið langþreytt á því að eiga ekki til hnífs og skeiðar. Það er fast í fátæktargildrum, bugað af viðurstyggilega hárri leigu og reikningafjalli hverra mánaðamóta. Það ætlar ekki að láta það viðgangast lengur. Skiljanlega. Og hinum megin við borðið situr fólk sem veit þetta innst inni. Það veit vel að sumt fólk getur ekki lifað. Það vill breyta því. Ég held að allir viti að fleiri þurfa koma að borðinu með atvinnurekendum og launþegum, einkum ríkið og sveitarfélögin. Það þarf að finna alls konar leiðir til þess að bæta kjör þeirra sem virkilega hafa það skítt. Margt þarf að gera. Byggja íbúðir, lækka leigu, hafa hemil á verðlagi, lækka skatta á hárréttum stöðum, lækka gjöld, hafa hemil á launaskriði, afnema skerðingar í bótakerfinu, auka frítíma fólks. Ég held að allir viti þetta. Það þarf þjóðarsátt. Einhvers konar kerfistregða, fordómastíflað samtal í bland við lítið sem ekkert traust milli fólks kemur í veg fyrir að hún gerist núna. En kannski hef ég rangt fyrir mér um þetta líka. Kannski veit ég bara ekkert hvað er að gerast. Eitt veit ég þó: Æsingur er forleikur klúðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kjaramál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fordómar eru í grunninn auðveld leið til þess að segja eitthvað misgáfulegt um alls konar dót sem maður veit ekkert um, fólk sem maður þekkir ekki og málefni sem maður hefur ekki kynnt sér af neinni dýpt. Að láta fordóma sína í ljós í kjarnyrtu máli er líka ákveðin leið til að fá vissa skammvinna útrás fyrir ruddalegri tilhneigingar sálarlífsins, eins og óræða reiði út í hitt og þetta, pirring og þreytu. Sérstaklega gott er að gera þetta í útvarpi eða á samfélagsmiðli. Fordómar eru líka á ákveðinn hátt eðlilegir. Maður getur ekki vitað allt. Stundum þarf maður að gera sér upp hugmynd. Maður er kannski að fara að hitta manneskju sem maður hefur aldrei hitt áður. Ég finn það mjög sterkt í mínu sálartetri að yfirleitt í aðdraganda slíkra funda dregur skrattinn á öxl minni upp þá mynd að viðkomandi sé durtur og ég muni lenda í miklu orðaskaki. Þannig vaxa fordómar oft af óöryggi. Maður óttast óvissu. Skrattinn gengur á lagið og dregur upp mynd.Kjaramálin Hið skemmtilega er, að eiginlega alltaf kemur hitt á daginn. Fólk er frábært. Skrattinn hefur rangt fyrir sér. Fordómar eru á mjög athyglisverðan hátt alltaf rangir. Svo takmarkað er ímyndunarafl mannskepnunnar að jafnvel hinir spámannlegustu palladómar um menn og málefni eru undantekningalaust fullkomið bull. Veruleikinn er alltaf öðruvísi. Og af hverju er ég að skrifa þetta? Jú, mér er þetta hugleikið núna vegna stöðunnar í kjaramálum. Það er við það að sjóða upp úr á vinnumarkaði. Ég les á hverjum degi lýsingar á deiluaðilum. Ég sé ekki betur en að skrattar séu sestir á axlir margra og hvísli fordómum. Yfirlýsingar fljúga. Nú ætla ég að kafa í mína fordóma og láta þá í ljós. Maður getur mjög auðveldlega fundið nokkrar góðar sleggjur, ef maður kafar smá. Ég þekki mjög fáa sem koma að samningum á vinnumarkaði um þessar mundir. Ég bara les um viðræðurnar í blöðunum og sé myndir af fólkinu. Að því sögðu ætla ég að gefa púkanum orðið. Púki segir: Þetta lið þarna í Eflingu er bara gegnsósa af löngun til þess að gera allt brjálað. Því er sléttsama um hag almennings. Vill bara átök. Gunnar Smári komst í heilann á þeim og bullaði eitthvað um sósíalisma út af einhverju sem hann las einhvers staðar og síðan þá er fjandinn laus. Og Ragnar þessi í VR. Hann er svona gaur sem gengur um með alls konar hugmyndir sem aðeins Xuplup á plánetunni Zumblugg skilur. Ætlar að breyta öllum kerfum. Og er núna búinn að hanna nýja tegund af vinnumarkaðsaðgerðum. Úúúúú. Verum hrædd. Þetta lið er haldið mikilmennskubrjálæði. Langar mest til að standa uppi á húddi á bíl með kalltæki og fána. Er örugglega með svoleiðis í bílskúr einhvers staðar, til að æfa sig. Svo eru það atvinnurekendurnir. Flottir í tauinu, en yfirlætisfullt glottið á vörunum segir bara eitt: Ekkert er hægt. Því miður, krakkar mínir. Það eina sem er hægt er þetta: Að færa auð fáum og standa vörð um auð þeirra. Annað er ómögulegt. Bless. Þetta fólk er allt vitleysingar, segir púkinn. Og nú ætlar þetta að rífa augun hvert úr öðru. Verði því að góðu. Vilji allra Kem ég þá aftur að inngangi þessa greinarstúfs. Varðandi fordómana. Það er hressandi að láta þá í ljós. Maður fitnar allur. En svo þarf maður að minna sig á hið augljósa: Ekkert af þessu er rétt. Kannski er veruleikinn meira svona: Fólk á lægstu launum er orðið langþreytt á því að eiga ekki til hnífs og skeiðar. Það er fast í fátæktargildrum, bugað af viðurstyggilega hárri leigu og reikningafjalli hverra mánaðamóta. Það ætlar ekki að láta það viðgangast lengur. Skiljanlega. Og hinum megin við borðið situr fólk sem veit þetta innst inni. Það veit vel að sumt fólk getur ekki lifað. Það vill breyta því. Ég held að allir viti að fleiri þurfa koma að borðinu með atvinnurekendum og launþegum, einkum ríkið og sveitarfélögin. Það þarf að finna alls konar leiðir til þess að bæta kjör þeirra sem virkilega hafa það skítt. Margt þarf að gera. Byggja íbúðir, lækka leigu, hafa hemil á verðlagi, lækka skatta á hárréttum stöðum, lækka gjöld, hafa hemil á launaskriði, afnema skerðingar í bótakerfinu, auka frítíma fólks. Ég held að allir viti þetta. Það þarf þjóðarsátt. Einhvers konar kerfistregða, fordómastíflað samtal í bland við lítið sem ekkert traust milli fólks kemur í veg fyrir að hún gerist núna. En kannski hef ég rangt fyrir mér um þetta líka. Kannski veit ég bara ekkert hvað er að gerast. Eitt veit ég þó: Æsingur er forleikur klúðurs.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun