Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 15:09 Frá atkvæðagreiðslu á vegum Eflingar í dag. vísir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. Hann segir samtökin alls ekki leggjast gegn því að Efling fari á vinnustaði og bjóði starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun en segir vinnuveitandann eiga rétt á því að slíkt sé þá gert utan vinnutímans þannig að ekki sé verið að trufla fólk í vinnu. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Reykjavík, þegar Efling mætti á hótelið til þess að bjóða starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Sagði Sólveig Anna að eigandinn hefði meinað tólf starfsmönnum hótelsins sem eru í Eflingu að greiða atkvæði. Þessu vísaði Árni Valur á bug og sagði einmitt í samtali við Vísi að ekki hefði verið haft samráð við hann um atkvæðagreiðsluna eins og hann taldi að Efling ætti að gera. Þá hefði starfsfólkið ekki verið í pásu klukkan 12 þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram og því væri verið að trufla þau við vinnu sína. Efling væri hins vegar velkomin á hótelið klukkan 14 og kvaðst Árni Valur reyndar hafa hvatt starfsfólk sitt til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem fer einnig fram rafrænt.Báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls „Við hjá SAF virðum náttúrulega vinnulöggjöfina og verkfallsréttinn og viljum að þetta gangi, þrátt fyrir flókinn veruleika, allt saman fyrir sig eins og það á að gera samkvæmt reglunum. Við bendum á að það væri betra ef svona tilvik þar sem verið er að koma á vinnustaði að það væri gert í einhvers konar samráði um hvenær það væri gert. Það er að segja, varðandi tímasetningu þá þegar starfsfólkið er ekki að störfum. Það er þá í samræmi við vinnulöggjöfina,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Vísi. Hann segir báða aðila hafa nokkuð til síns máls. „Það er að segja að sjálfsögðu á starfsfólkið rétt á að greiða atkvæði en atvinnurekandinn á þá líka rétt á því að það sé þá gert utan vinnutímans þannig að það sé ekki verið að trufla fólk til vinnu.“ Aðspurður hvort að SAF hafi tekið einhverja afstöðu til þess hvort að atkvæðagreiðslan sé ólögmæt, líkt og Samtök atvinnulífsins lýstu yfir í dag, segir Jóhannes svo ekki vera en SAF sé vissulega hluti af SA og þar með hluti af yfirlýsingunni. „En á meðan að atkvæðagreiðslan hefur ekki verið stöðvuð þá bendum við á þetta, það er að segja að það væri skynsamlegt að gera þetta í samráði við atvinnurekendur,“ segir Jóhannes. Kjaramál Tengdar fréttir Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. Hann segir samtökin alls ekki leggjast gegn því að Efling fari á vinnustaði og bjóði starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun en segir vinnuveitandann eiga rétt á því að slíkt sé þá gert utan vinnutímans þannig að ekki sé verið að trufla fólk í vinnu. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Reykjavík, þegar Efling mætti á hótelið til þess að bjóða starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Sagði Sólveig Anna að eigandinn hefði meinað tólf starfsmönnum hótelsins sem eru í Eflingu að greiða atkvæði. Þessu vísaði Árni Valur á bug og sagði einmitt í samtali við Vísi að ekki hefði verið haft samráð við hann um atkvæðagreiðsluna eins og hann taldi að Efling ætti að gera. Þá hefði starfsfólkið ekki verið í pásu klukkan 12 þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram og því væri verið að trufla þau við vinnu sína. Efling væri hins vegar velkomin á hótelið klukkan 14 og kvaðst Árni Valur reyndar hafa hvatt starfsfólk sitt til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem fer einnig fram rafrænt.Báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls „Við hjá SAF virðum náttúrulega vinnulöggjöfina og verkfallsréttinn og viljum að þetta gangi, þrátt fyrir flókinn veruleika, allt saman fyrir sig eins og það á að gera samkvæmt reglunum. Við bendum á að það væri betra ef svona tilvik þar sem verið er að koma á vinnustaði að það væri gert í einhvers konar samráði um hvenær það væri gert. Það er að segja, varðandi tímasetningu þá þegar starfsfólkið er ekki að störfum. Það er þá í samræmi við vinnulöggjöfina,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Vísi. Hann segir báða aðila hafa nokkuð til síns máls. „Það er að segja að sjálfsögðu á starfsfólkið rétt á að greiða atkvæði en atvinnurekandinn á þá líka rétt á því að það sé þá gert utan vinnutímans þannig að það sé ekki verið að trufla fólk til vinnu.“ Aðspurður hvort að SAF hafi tekið einhverja afstöðu til þess hvort að atkvæðagreiðslan sé ólögmæt, líkt og Samtök atvinnulífsins lýstu yfir í dag, segir Jóhannes svo ekki vera en SAF sé vissulega hluti af SA og þar með hluti af yfirlýsingunni. „En á meðan að atkvæðagreiðslan hefur ekki verið stöðvuð þá bendum við á þetta, það er að segja að það væri skynsamlegt að gera þetta í samráði við atvinnurekendur,“ segir Jóhannes.
Kjaramál Tengdar fréttir Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07