Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 15:09 Frá atkvæðagreiðslu á vegum Eflingar í dag. vísir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. Hann segir samtökin alls ekki leggjast gegn því að Efling fari á vinnustaði og bjóði starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun en segir vinnuveitandann eiga rétt á því að slíkt sé þá gert utan vinnutímans þannig að ekki sé verið að trufla fólk í vinnu. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Reykjavík, þegar Efling mætti á hótelið til þess að bjóða starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Sagði Sólveig Anna að eigandinn hefði meinað tólf starfsmönnum hótelsins sem eru í Eflingu að greiða atkvæði. Þessu vísaði Árni Valur á bug og sagði einmitt í samtali við Vísi að ekki hefði verið haft samráð við hann um atkvæðagreiðsluna eins og hann taldi að Efling ætti að gera. Þá hefði starfsfólkið ekki verið í pásu klukkan 12 þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram og því væri verið að trufla þau við vinnu sína. Efling væri hins vegar velkomin á hótelið klukkan 14 og kvaðst Árni Valur reyndar hafa hvatt starfsfólk sitt til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem fer einnig fram rafrænt.Báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls „Við hjá SAF virðum náttúrulega vinnulöggjöfina og verkfallsréttinn og viljum að þetta gangi, þrátt fyrir flókinn veruleika, allt saman fyrir sig eins og það á að gera samkvæmt reglunum. Við bendum á að það væri betra ef svona tilvik þar sem verið er að koma á vinnustaði að það væri gert í einhvers konar samráði um hvenær það væri gert. Það er að segja, varðandi tímasetningu þá þegar starfsfólkið er ekki að störfum. Það er þá í samræmi við vinnulöggjöfina,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Vísi. Hann segir báða aðila hafa nokkuð til síns máls. „Það er að segja að sjálfsögðu á starfsfólkið rétt á að greiða atkvæði en atvinnurekandinn á þá líka rétt á því að það sé þá gert utan vinnutímans þannig að það sé ekki verið að trufla fólk til vinnu.“ Aðspurður hvort að SAF hafi tekið einhverja afstöðu til þess hvort að atkvæðagreiðslan sé ólögmæt, líkt og Samtök atvinnulífsins lýstu yfir í dag, segir Jóhannes svo ekki vera en SAF sé vissulega hluti af SA og þar með hluti af yfirlýsingunni. „En á meðan að atkvæðagreiðslan hefur ekki verið stöðvuð þá bendum við á þetta, það er að segja að það væri skynsamlegt að gera þetta í samráði við atvinnurekendur,“ segir Jóhannes. Kjaramál Tengdar fréttir Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. Hann segir samtökin alls ekki leggjast gegn því að Efling fari á vinnustaði og bjóði starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun en segir vinnuveitandann eiga rétt á því að slíkt sé þá gert utan vinnutímans þannig að ekki sé verið að trufla fólk í vinnu. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Reykjavík, þegar Efling mætti á hótelið til þess að bjóða starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Sagði Sólveig Anna að eigandinn hefði meinað tólf starfsmönnum hótelsins sem eru í Eflingu að greiða atkvæði. Þessu vísaði Árni Valur á bug og sagði einmitt í samtali við Vísi að ekki hefði verið haft samráð við hann um atkvæðagreiðsluna eins og hann taldi að Efling ætti að gera. Þá hefði starfsfólkið ekki verið í pásu klukkan 12 þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram og því væri verið að trufla þau við vinnu sína. Efling væri hins vegar velkomin á hótelið klukkan 14 og kvaðst Árni Valur reyndar hafa hvatt starfsfólk sitt til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem fer einnig fram rafrænt.Báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls „Við hjá SAF virðum náttúrulega vinnulöggjöfina og verkfallsréttinn og viljum að þetta gangi, þrátt fyrir flókinn veruleika, allt saman fyrir sig eins og það á að gera samkvæmt reglunum. Við bendum á að það væri betra ef svona tilvik þar sem verið er að koma á vinnustaði að það væri gert í einhvers konar samráði um hvenær það væri gert. Það er að segja, varðandi tímasetningu þá þegar starfsfólkið er ekki að störfum. Það er þá í samræmi við vinnulöggjöfina,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Vísi. Hann segir báða aðila hafa nokkuð til síns máls. „Það er að segja að sjálfsögðu á starfsfólkið rétt á að greiða atkvæði en atvinnurekandinn á þá líka rétt á því að það sé þá gert utan vinnutímans þannig að það sé ekki verið að trufla fólk til vinnu.“ Aðspurður hvort að SAF hafi tekið einhverja afstöðu til þess hvort að atkvæðagreiðslan sé ólögmæt, líkt og Samtök atvinnulífsins lýstu yfir í dag, segir Jóhannes svo ekki vera en SAF sé vissulega hluti af SA og þar með hluti af yfirlýsingunni. „En á meðan að atkvæðagreiðslan hefur ekki verið stöðvuð þá bendum við á þetta, það er að segja að það væri skynsamlegt að gera þetta í samráði við atvinnurekendur,“ segir Jóhannes.
Kjaramál Tengdar fréttir Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07