Sjúkraflutningar – ábyrgð ráðherra Guðjón S. Brjánsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar