Sjúkraflutningar – ábyrgð ráðherra Guðjón S. Brjánsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun