Sjúkraflutningar – ábyrgð ráðherra Guðjón S. Brjánsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun