Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Bíll frá Eflingu keyrði milli gististaða þar sem hægt var að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Atkvæðagreiðslan um verkfallsaðgerðirnar er rafræn en einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu Eflingar. Þar að auki keyrir sérstakur bíll milli vinnustaða og safnar utankjörfundaratkvæðum. Hófst sú þjónusta í gær og var Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, ánægður með viðtökurnar. „Við höfum heldur betur fengið góð viðbrögð við þessu. Það hafa verið raðir á vinnustöðum og ótrúleg stemning. Þetta er alveg magnað og hreint stórkostlegt,“ segir Viðar. Rétt til að greiða atkvæði hafa allir félagsmenn sem vinna samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu í veitinga- og gistihúsum. Aðflutt verkafólk er um helmingur félagsmanna í Eflingu og enn stærri hluti þeirra sem mögulega fara í verkfall 8. mars. Viðar segir mjög vel hafa gengið að ná til þessa hóps og koma til hans skilaboðum. „Það er hluti þess sem við höfum verið að undirbúa síðustu mánuði. Við höfum verið að rækta okkar tengsl við þessa félagsmenn. Það hefur verið eitt af okkar forgangsmálum en við höfum til dæmis verið að fara inn á vinnustaði með fundi þar sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar.Visir/Stöð 2Oft sé um að ræða vinnustaði þar sem aldrei áður hafi verið kosinn trúnaðarmaður. „Það er hluti af okkar nýju hugmyndafræði að virkja fólk til þátttöku í félaginu og til þess að standa almennt vörð um sín réttindi sjálft. Við höfum því búið rækilega í haginn fyrir þetta og finnum það mjög skýrt þegar við rúllum af stað svona aðgerð eins og verkfallskosningu.“ Samkvæmt nýjustu kjarakönnun Eflingar sem gerð var síðastliðið haust voru meðalheildarlaun þeirra sem starfa í gisti- og veitingaþjónustu 449 þúsund krónur á mánuði. Var það um 30 þúsund krónum minna en meðaltal allra félagsmanna Eflingar. Í eldri könnunum Eflingar og Flóabandalagsins voru laun ræstingafólks sérstaklega könnuð. Haustið 2017 voru meðalheildarlaun þess hóps 393 þúsund á mánuði. Til samanburðar voru meðalheildarlaun í gisti- og veitingaþjónustu þá 423 þúsund en hjá öllum félagsmönnum 473 þúsund. Þess ber að geta að launarannsóknir Hagstofunnar ná ekki til starfsfólks í gisti- og veitingaþjónustu. Viðar segir ljóst að ræstingafólk sé hópur sem vinni oft mjög langan vinnudag og vaktavinna sé regla frekar en undantekning. „Þótt við sjáum einhverjar tölur sem ná yfir 400 þúsund á mánuði þá er það ekki vegna þess að fólk sé yfirborgað. Það er bara vegna þess að fólk er að vinna margar vaktir og er að hala þetta inn með álagsgreiðslum.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 „Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um verkfallsaðgerðirnar er rafræn en einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu Eflingar. Þar að auki keyrir sérstakur bíll milli vinnustaða og safnar utankjörfundaratkvæðum. Hófst sú þjónusta í gær og var Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, ánægður með viðtökurnar. „Við höfum heldur betur fengið góð viðbrögð við þessu. Það hafa verið raðir á vinnustöðum og ótrúleg stemning. Þetta er alveg magnað og hreint stórkostlegt,“ segir Viðar. Rétt til að greiða atkvæði hafa allir félagsmenn sem vinna samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu í veitinga- og gistihúsum. Aðflutt verkafólk er um helmingur félagsmanna í Eflingu og enn stærri hluti þeirra sem mögulega fara í verkfall 8. mars. Viðar segir mjög vel hafa gengið að ná til þessa hóps og koma til hans skilaboðum. „Það er hluti þess sem við höfum verið að undirbúa síðustu mánuði. Við höfum verið að rækta okkar tengsl við þessa félagsmenn. Það hefur verið eitt af okkar forgangsmálum en við höfum til dæmis verið að fara inn á vinnustaði með fundi þar sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar.Visir/Stöð 2Oft sé um að ræða vinnustaði þar sem aldrei áður hafi verið kosinn trúnaðarmaður. „Það er hluti af okkar nýju hugmyndafræði að virkja fólk til þátttöku í félaginu og til þess að standa almennt vörð um sín réttindi sjálft. Við höfum því búið rækilega í haginn fyrir þetta og finnum það mjög skýrt þegar við rúllum af stað svona aðgerð eins og verkfallskosningu.“ Samkvæmt nýjustu kjarakönnun Eflingar sem gerð var síðastliðið haust voru meðalheildarlaun þeirra sem starfa í gisti- og veitingaþjónustu 449 þúsund krónur á mánuði. Var það um 30 þúsund krónum minna en meðaltal allra félagsmanna Eflingar. Í eldri könnunum Eflingar og Flóabandalagsins voru laun ræstingafólks sérstaklega könnuð. Haustið 2017 voru meðalheildarlaun þess hóps 393 þúsund á mánuði. Til samanburðar voru meðalheildarlaun í gisti- og veitingaþjónustu þá 423 þúsund en hjá öllum félagsmönnum 473 þúsund. Þess ber að geta að launarannsóknir Hagstofunnar ná ekki til starfsfólks í gisti- og veitingaþjónustu. Viðar segir ljóst að ræstingafólk sé hópur sem vinni oft mjög langan vinnudag og vaktavinna sé regla frekar en undantekning. „Þótt við sjáum einhverjar tölur sem ná yfir 400 þúsund á mánuði þá er það ekki vegna þess að fólk sé yfirborgað. Það er bara vegna þess að fólk er að vinna margar vaktir og er að hala þetta inn með álagsgreiðslum.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 „Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
„Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00