Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. febrúar 2019 18:30 Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira