Við höfum öll hlutverk – verndum börn samfélagsins Ellen Calmon skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun